Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 14
Hins vegar getur kröfuhafi beitt vanefndaúrræðum sem miða að því að losa hann undan efndum samningsins í heild eða að hluta. Sem dæmi slíkra heimilda má nefna það úrræði þegar kröfuhafi í tilefni vanefnda skuldara heldur eftir eigin greiðslu, hann krefst afsláttar að tiltölu eða riftir samningi. Þessi úrræði taka fyrst og fremst mið af því að í gagnkvæmum samningum er greiðsluskylda annars samningsaðilans háð því að gagnaðili hans inni einnig sína greiðslu af hendi. Vanefndaúrræði þessi hafa því áhrif á það með hvaða hætti aðilar gagn- kvæms samnings skiptast á greiðslum og því eru þessi úrræði stundum nefnd einu nafni gagnkvœmnisheimildir.9 Riftun gilds og gagnkvæms samnings felst í því að samningsaðili tekur, án þess að baka sér með því bótaskyldu, þá ákvörðun að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Með þessum hætti er hugtakið t.d. notað í kpl., fast.kpl. og leigul. Riftun lýsir sér samkvæmt þessu í því að efndir samnings eru felldar niður án aðvörunar af hálfu þess sem lýsir yfir riftun. Riftunaryfirlýsingin er ákvöð sem í samræmi við almennar reglur um ákvaðir hefur réttaráhrif þegar hún kemur til viðtakanda. Skylda beggja aðila til þess að efna in natura er felld niður, og er hvorugum aðila þá skylt að inna af hendi þá greiðslu sem hann átti að greiða samkvæmt samningnum ef þær eru ógreiddar. Hafi annar hvor aðila eða báðir greitt verður ekki farið með þær greiðslur sem bindandi efndir samnings og greiðslur þeirra ganga til baka. Af þessu leiðir að hafi gagnkvæmum samningi verið rift á hvorugur samnings- aðila rétt til þess að fá í hendur greiðslu samkvæmt samningnum eða ígildi hennar.l0Sjá t.d. 1. mgr. 64. gr. kpl., 1. mgr. 33. gr. fast.kpl. og 1. mgr. 49. gr. neyt.kpl. Sjá einnig H 14. febrúar 2001 (mál nr. 272/2001). 9 Um skiptingu vanefndaheimilda í annars vegar efndaheimildir og hins vegar gagnkvæmnis- heimildir sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del. Kaupmannahöfn 1991, bls. 91 og rit sama höfundar Obligationsret 1. del. 2. útg. Kaupmannahöfn 1995, bls. 109. 10 Sjá um hugtakið riftun t.d. Bemhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 91; Henry Ussing: Obligationsretten Alm. Del. Kaupmannahöfn 1961, bls. 82; Þorgeir Örlygsson: „Afslátturi'. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1996, bls. 160-161. Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965, bls. 32, skilgreinir riftun þannig að riftun samnings að fullu sé fólgin í því að sá aðilanna sem riftir lýsir því yfir að hann muni ekki inna sína greiðslu af hendi, og leysir hann þá jafnframt gagnaðilann undan skyldunni til að greiða þá greiðslu sem honum bar að greiða. Hafi sá er riftir þegar greitt af sinni hálfu eigi hann að jafnaði rétt á að fá þeirri greiðslu skilað aftur, og hann verði sjálfur að skila því sem hann kunni að hafa tekið við hjá hinum. Við riftinguna sé samningurinn því felldur úr gildi og niðurstaðan verði sú sama og hann hefði aldrei verið gerður. Viðar Már Matthíasson skilgreinir hugtakið riftun með sama hætti og Olafur Lárusson, sbr. Fasteignakaup. Helstu réttarreglur. Reykjavík 1997, bls. 117- 118. Hann bendir hins vegar á að e.t.v. væri réttara eða a.m.k. meira upplýsandi að segja að riftun sé fólgin í því að samningsaðili lýsi því yfir að vegna verulegra vanefnda viðsemjanda síns, eða svik- samlegrar háttsemi hans, muni hann ekki inna sína greiðslu af hendi. Leysi hann þá jafnframt gagn- aðilann undan skyldunni til þess að inna sína greiðslu af hendi, og hafi annar hvor þeirra innt af hendi greiðslur í heild eða að hluta beri að skila þeim greiðslum. Sjá einnig skilgreiningar hjá Per Augdahl: Den norske obligasjonsretts alminnelige del. 5. útg. Osló 1978, bls. 187-188 og Knud Rohde: Obligationsrátt. Stokkhólmi 1956, bls. 416-419. Sjá um réttaráhrif riftunar t.d. H 1956 566, H 1958 826, H 1970 1257, H 1981 997, H 1983 1683, H 1987 338 og H 1988 603. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.