Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 71
sinna, myndi lagasetning sem bannaði verkfallið brjóta gegn ákvæði 11. gr. MSE svo framarlega sem hún yrði ekki réttlætt á grundvelli 2. mgr. 11. gr.27 Samkvæmt framansögðu virðist frekar lítið haldreipi vera í því að vísa til ákvæðis 11. gr. MSE fyrir þá sem telja verkfallsrétt á sér brotinn. Tvö mál sem tiltölulega nýlega hafa komið til kasta MDE virðast þó breyta réttarstöðunni nokkuð enda þótt í báðum tilvikum hafi málin ekki gengið til dóms heldur verið vísað frá þar sem þau þóttu ekki tæk til meðferðar (inadmissible). í máli UNISON gegn Bretlandi frá 2002 var kærandi stéttarfélag ríkisstarfsmanna á háskólasjúkrahúsi. Sjúkrahúsið ráðgerði að flytja hluta af starfsemi sinni til einkafyrirtækja. Það synjaði kröfu stéttarfélagsins, sem var á móti einkavæð- ingunni, um að tryggja starfsmönnum sem flyttust til einkafyrirtækjanna hlið- stæð starfskjör um tiltekinn tíma og þeim sem störfuðu áfram á sjúkrahúsinu. Vegna þessa boðaði stéttarfélagið til verkfalls í því skyni að tryggja kröfur sínar, en sjúkrahúsið fékk lagt lögbann á verkfallið sem stéttarfélagið fékk ekki hnekkt fyrir dómi. í kæru til MDE hélt stéttarfélagið því fram að um brot á 11. gr. MSE væri að ræða þar sem að bresk löggjöf vemdaði ekki verkfallsréttinn í þeim tilvikum þar sem markmið verkfalls væri að tryggja vemd starfskjara eftir flutning starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Dómstóllinn notaði hér hliðstæða röksemdafærslu og í fyrrgreindum málum og tiltók sem fyrr að í mesta lagi væri unnt að líta svo á að 11. gr. MSE tryggi frelsi stéttarfélaga til að vemda starfstengda hagsmuni félaga sinna. Hið fyrir- hugaða verkfall myndi ekki aðeins vemda mögulega starfsmenn í framtíðinni heldur hefði það einnig verið til þess fallið að vemda starfstengda hagsmuni nú- verandi félaga stéttarfélagsins. Bann við verkfallinu fæli í sér takmarkanir á valdi stéttarfélagsins til að vernda þessa hagsmuni. Því yrði að kanna hvort þessar takmarkanir væru í samræmi við 2. mgr. 11. gr. Dómstóllinn féllst á að takmarkanirnar hefðu þjónað lögmætu markmiði þar sem þær hefðu verið til þess fallnar að vemda réttindi annarra, einkum sjúkrahússins. Dómstóllinn kannaði á hinn bóginn ekki sjálfstætt hvort takmarkanimar hefðu verið nauð- synlegar í þessum tilgangi. Tók hann fram að ekki yrði litið svo á að réttindi starfsmannanna til að ganga til kjarasamninga um starfskjör sín, eða grípa til aðgerða til vemdar hagsmunum sínum í framtíðinni, hefðu verið skert. Þegar og ef þeir yrðu færðir til einkafyrirtækja gæti stéttarfélagið áfram komið fram fyrir þeirra hönd og átt samningaviðræður við hina nýju atvinnurekendur og eftir atvikum gripið til aðgerða svo sem verkfalla. Því var ekki talið að ríkið hefði farið út fyrir það svigrúm til mats sem það hefði til að setja reglur um athafnir stéttarfélaga og var málinu vísað frá.28 Þessi niðurstaða dómstólsins gengur lengra en áður að því leyti að í henni er í fyrsta skipti tekin sú afstaða að verkfallsrétturinn sem slíkur sé hluti af rétti stéttarfélaga til að vemda starfstengda hagsmuni félaga sinna skv. 11. gr. MSE. 27 Sjá hér Henrik Karl Nielsen og Lars Adam Rehof: Intemational Arbejdsret, bls. 199. 28 Unison gegn Bretlandi, ákvörðun 10. janúar 2002. 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.