Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 81
þjóðarinnar eða hluta hennar. í slíkum tilvikum er heimilt að takmarka verk- fallsréttinn. Bæði sérfræðinganefndin og félagafrelsisnefndin hafa tekið fram að það sé hvorki æskilegt né mögulegt að stilla upp tæmandi eða stöðluðum lista um þær þjónustugreinar sem teljast vera nauðsynlegar heldur verði að meta aðstæður í hverju tilviki fyrir sig. Félagafrelsisnefndin hefur samt sem áður tekið fram að þar undir falli eftirfarandi starfsemi: á spítölum, við flugumferð- arstjóm, rafveitur, vatnsveitur og símaþjónusta. Meðal atvinnugreina sem ekki falla undir eru störf við útvarp og sjónvarp, eldsneyti, hafnir, banka, flutninga almennt, kennslu, póstþjónustu, flugvirkjun, framleiðslu og flutning matvara, umsjón almenningsgarða o.fl.66 Stundum geta sérstakar kringumstæður leitt til þess að þjónustugreinar sem venjulega teldust ekki nauðsynlegar yrðu taldar falla undir þessa undanþágu, s.s. ef verkfall stendur sérstaklega lengi eða er með þeim hætti að það stofnar í hættu lífi, öryggi eða heilsu manna. Þá hefur sérfræðinganefndin tekið fram að taka verði tillit til mismunandi aðstæðna í hverju ríki fyrir sig þar sem truflun á tiltekinni þjónustu, sem í mesta lagi hefði í för með sér vægar efnahagslegar afleiðingar í einhverjum ríkjum, gæti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér í öðrum ríkjum og leitt þar fljótlega til aðstæðna sem gætu stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu þjóðar- innar. Sem dæmi geti verkfall í höfnum haft mun víðtækari áhrif fyrir eyríki, sem séu verulega háð slíkri þjónustu til að koma nauðsynjavörum til íbúanna, heldur en önnur ríki.67 í niðurstöðu félagafrelsisnefndarinnar í máli nr. 1255, Samtök staifsmanna í olíuiðnaði gegn Noregi frá 1984, þar sem ekki var um nauðsynlega þjónustu að ræða, tók nefndin fram að það geti ekki réttlætt bann við verkfallsaðgerðum að þær hafi mögulega í för með sér alvarleg neikvæð langtímaáhrif á efnahagslíf- ið.68 í niðurstöðu sinni í máli nr. 2170, Alþýðusamband íslands o.fl. gegn ís- lenska ríkinu, (sbr. sjómannamálið) tók nefndin fram að enda þótt líta yrði svo á að vinnustöðvun í fiskiðnaði hefði mikil áhrif á efnahagslífið geti slíkt ekki stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar.69 Til viðbótar við framangreint hafa eftirlitsaðilar ILO tekið fram að undir tilvik sem geta ekki talist nauðsynleg þjónusta falli þjónustugreinar sem hafa gmndvallarþýðingu fyrir almenning. Þetta er einskonar milliflokkur milli mikil- vægra þjónustugreina og þeirra sem eru það ekki. Oheimilt er að banna verkföll 66 Freedom of Association - Digest of decisions and principles of the Freedom of Association Committee of the Goveming Body of the ILO, bls. 112. 67 Freedom of association and collective bargaining, General Survey of the reports on the Freedom of Association and Protection of the Right to Organise Convention, 1948 (No. 87), and the Right to Organise and Collective Bargaining Convention, 1949 (No. 98), gr. 160. 68 The Norwegian Trade Union Federation of Oil Workers gegn Noregi (mál nr. 1255), skýrsla félagafrelsisnefndarinnar nr. 234. 69 AlþýSusamband lslands og Farmanna- og fiskimannasamband tslands gegn Islandi (mál nr. 2170), skýrsla félagafrelsisnefndarinnar nr. 330. 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.