Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 76
inganefndin fram að vart yrði litið svo á að algjört bann við verkföllum gæti tal- ist heimilar takmarkanir sem féllu undir ákvæði 31. gr. FSE en fjallaði ekki frekar um málið.45 Nefndin fjallaði einnig um lög nr. 151199346 þar sem verk- föll starfsmanna á ferjunni Herjólfi voru stöðvuð og mælt fyrir um þvingaða gerðardómsmeðferð þar sem laun staifsmanna yrðu ákveðin næðust ekki samningar milli deiluaðila innan tiltekins tíma. Nefndin vísaði í niðurstöðu fé- lagafrelsisnefndar ILO (mál nr. 1768) þar sem fram kom að rök íslenskra stjóm- valda fyrir þessum aðgerðum væm einkum efnahagslegs eðlis. Nefndin tók fram án frekari rökstuðnings að þessi aðgerð fæli í sér brot á 4. mgr. 6. gr. FSE og væru skilyrði 31. gr. sáttmálans ekki uppfyllt því til réttlætingar.47 I niðurstöðum sérfræðinganefndarinnar, þar sem hún fjallaði um aðgerðir norsku ríkisstjómarinnar vegna verkfalla í olíuiðnaðinum árin 1994 og 1998 sem fólust í banni við verkföllum og þvingaðri gerðardómsmeðferð, komst hún einnig að þeirri niðurstöðu að þær hefðu gengið lengra en sáttmálinn leyfði. Tók nefndin fram að hún gæti ekki samþykkt þau rök ríkisstjómarinnar að bann við verkföllunum hefði verið til þess fallið að vemda almannahagsmuni. I báðum tilvikum rökstuddi nefndin það með því að hvorki hefði verið sýnt fram á að fjárhagslegt tjón eða annað tjón af verkfallinu myndi vera varanlegt.48 Rökstuðningur sérfræðinganefndarinnai' í framangreindum málum er harla fábrotinn og oft erfitt að gera sér glögga grein fyrir þeim forsendum sem hún leggur til grundvallar niðurstöðu sinni. Þegar nefndin fjallaði um lög nr. 10/1998 um kjarasanminga sjómanna, sem bundu enda á sjómannaverkfall hér á landi, rökstuddi hún aftur á móti niðurstöðu sína ítarlega. Með lögunum voru lögbundin efnisleg ákvæði í sáttatillögu ríkissáttasemjara sem ekki hafði náðst sátt um, auk þess sem þau framlengdu gildandi kjarasamninga um tvö ár. í nið- urstöðu nefndarinnar kom fram að lögin hefðu vísað til almenns kjarasamnings sem hefði verið laus til endurskoðunar í nær 13 mánuði, að þau hefðu verið sett að loknum nær tveggja mánaða verkfallsaðgerðum, þótt hlé væri gert á, og að það hefði verið að loknum langdregnum og hörðum samningaviðræðum deilu- aðila, m.a. að tilhlutan ríkissáttasemjara. Allar líkur hefðu verið á því að verk- fallið myndi standa lengi og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins og atvinnu manna í fiskvinnslu. Við slíkar aðstæður taldi nefndin að íhlutun í almenna kjarasamninga með samþykkt laganna hefði ekki falið í sér brot á 4. mgr. 6. gr., sbr. 31. gr. FSE. Var niðurstaða hennar að ílilutunin félli innan vald- sviðs ríkisstjórnar Islands þegar um væri að ræða til hvaða ráðstafana væri 45 Sérfræðinganefndin fjallaði ektci frekar um málið þar sem í lok þess tímabils sem skýrsla íslands, m.a. um framkvæmd 4. mgr. 6. gr., fjallaði um höfðu lögin gengið úr gildi og framkvæmdin því þá í samræmi við ákvæðið. Sjá niðurstöður sérfræðinganefndarinnar XII-1 (1992), bls. 128, Island. 46 Lög nr. 15/1993 um bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi. Sjá einnig umfjöllun um lögin í kafla 2.6.3. 47 Niðurstöður XIV-1, (1998) bls. 391. ísland. 48 Niðurstöður XIV-1, bls. 623 og XV-1 (2000), bls. 432-433, Noregur. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.