Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 83
sem fara með ríkisvald, nauðsynlega þjónustu eða brýnt neyðarástand. Er ríkj-
um látið eftir mjög takmarkað svigrúm til mats um nauðsyn aðgerða sem tak-
marka verkfallsréttinn á vettvangi ILO gagnstætt afstöðu MDE sem hefur tekið
fram að á þessu sviði veiti MSE ríkjum víðtækt svigrúm til slfks mats.
Efnahagsleg rök geta aðeins réttlætt takmarkanir á verkfallsréttinum á vett-
vangi ILO ef sýnt þykir að vinnustöðvun myndi stofna í hættu lífi, persónulegu
öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar eða ef efnahagsleg neyð-
arstaða er fyrir hendi. Af þeim niðurstöðum MDE sem gengið hafa um þetta
efni verður ráðið að kröfur dómstólsins séu mun vægari, en hann hefur þó gefið
í skyn að mat hans á nauðsyn aðgerða kunni að vera strangara í þeim tilvikum
þar sem forsendur ríkisstjóma fyrir takmörkunum verkfallsréttarins eru ein-
göngu efnahagslegar.
Niðurstöður sérfræðinganefndar FSE hafa verið nokkuð afdráttarlausar um að
efnahagslegar forsendur geti aldrei réttlætt lagasetningu á verkföll, þó með þeim
fyrirvara að sé sýnt fram á að vinnustöðvun muni hafa í för með sér verulegt og
varanlegt efnahagslegt tjón kunni það að leiða til annarrar niðurstöðu. Enda þótt
FSE veiti verkfallsréttinum mun víðtækari vemd heldur en MSE samkvæmt nið-
urstöðum eftirlitsaðila sáttmálanna, og sé eini sáttmálinn sem hér hefur verið fjall-
að um sem mælir beinlínis fyrir um vemd verkfallsréttarins, ganga niðurstöður
sérfræðinganefndar FSE almennt ekki eins langt og niðurstöður eftirlitsaðila ILO
um inntak og vemd verkfallsréttarins. Þó virðist hún yfirleitt fylgja niðurstöðum
félagafrelsisnefndar ILO í því efni þegar mál hafa komið til umfjöllunar félaga-
frelsisnefndarinnar áður en sérfræðinganefnd FSE tekur þau fyrir.
3. DÓMUR HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS FRÁ 14. NÓVEMBER 2002
í dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 í máli nr. 167/2002 (sjómannamál-
inu) var deilt um stjómskipulegt gildi laga nr. 34/2001 um kjaramál fiskimanna
o.fl. Lögin tóku gildi eftir að verkfall fiskimanna hafði staðið samfleytt í 44
daga en með þeim vom verkföll tiltekinna aðildarfélaga Alþýðusambands Is-
lands lýst óheimil. Krafðist alþýðusambandið þess að viðurkennt yrði að um-
ræddum aðildarfélögum væri þrátt fyrir ákvæði laganna heimilt að efna til verk-
falls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt lögunum réði ekki kjömm fiski-
manna í þessum félögum. Alþýðusambandið hélt því fram að með setningu lag-
anna hefði verið brotið gegn samningsfrelsi og verkfallsrétti stéttarfélaga sem
vemdað væri af 74. gr. stjómarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, sbr. lög nr. 62/1994.
I dómi Hæstaréttar var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans.
Var í héraðsdóminum vísað til greinargerðar með fmmvarpi því sem varð að
stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 um breytingar á stjómarskránni, og dóma
Hæstaréttar um túlkun á ákvæðum stjórnarskrár um að rétt þætti að túlka fé-
•agafrelsisákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar með hliðsjón af 1. og 2. mgr. 11. gr.
MSE. Samkvæmt athugasemdum við 74. gr. í greinargerð með frumvarpinu
verði ákvæðið ekki talið veita félagafrelsi minni vemd en 11. gr. MSE gerir ráð
293