Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 59
í öðru lagi glatast rétturinn til riftunar og nýrrar afhendingar ekki þegar
ástæður þess að hlutur rýmar má rekja til aðstæðna sem ekki varða kaupandann,
þ.e. hvorki er um að kenna athöfnum eða athafnaleysi kaupanda, sbr. einnig a-
lið 2. mgr. 82. gr. Sþ-sáttmálans. Þetta á við um tilvik þar sem hlutur verður
fyrir skemmdum af hálfu seljandans, t.d. í sambandi við úrbætur á galla eða í
tengslum við uppsetningu sem seljandinn á að sjá um eftir afhendingu. Þá getur
einnig komið fyrir að seljandinn gefi rangar upplýsingar um meðferð og notkun
hlutarins og það leiðir til þess að hann verður fyrir skemmdum. Þá fellur einnig
hér undir það tilvik þegar þriðji maður veldur tjóni á hlut. Sama gildir þegar
tilviljunarkenndur atburður veldur skemmdum á hlut þótt ekki sé þess sérstak-
lega getið í ákvæðinu, en það leiðir eigi að síður af orðalaginu aðstœðna sem
ekki varða kaupandann. Hér má sem dæmi nefna það tilvik þegar söluhlutur
eyðileggst í bruna eða bíl er stolið og hvorki kaupanda né seljanda er um að
kenna í því sambandi. Um takmarkatilvik getur hins vegar verið að ræða þegar
tjón verður af tilviljunarkenndri samverkan ólíkra ástæðna (casus mixtus cum
culpa).
í samræmi við ákvæði 12.-16. gr. kpl. leiðir það af ákvæði þessu í raun að
seljandinn ber áhættuna af hlutnum, einnig eftir afhendingu, þegar kaupandinn
hefur réttmæta ástæðu til riftunar.108
Samkvæmt b-lið 1. mgr. getur kaupandinn rift kaupum eða krafist nýrrar af-
hendingar þegar hluturinn hefur rýmað, skemmst eða eyðilagst, og það má
rekja til verknaðar sem gera varð til þess að ganga úr skugga um hvort hluturinn
væri gallaður eða ekki. Samkvæmt þessu á ákvæðið ekki við um greiðsludrátt.
Reglan styðst við þau rök að það eigi ekki að geta leitt til þess að riftunarrétt-
urinn glatist þótt kaupandinn rannsaki hlutinn annaðhvort strax eða síðar ef
rannsóknin gengur ekki lengra en góð venja segir til um, og um er að ræða
nauðsynlega rannsókn til að ganga úr skugga um hvort hluturinn sé gallaður. í
ákvæðinu felst m.a. að seljandinn getur ekki andmælt riftun eða nýrri afhend-
ingu á þeirri forsendu að kaupandinn hefur tekið umbúðimar utan af hlutnum
eða prófað hann með venjulegum hætti.109
Samkvæmt c-lið 1. mgr. 66. gr. kpl. glatar kaupandi ekki rétti sínum til rift-
unar eða nýrrar afhendingar þegar söluhlutur hefur verið seldur í heild eða að
hluta í venjulegum viðskiptum, eða hann hefur verið notaður eða honum breytt
af kaupanda við fyrirhuguð not áður en kaupanda varð ljós eða mátti verða ljós
galli sá sem leiðir til riftunar eða kröfu um afhendingu á ný. I ákvæðinu er í
fyrsta lagi fjallað um tilvik þegar hlutur er seldur áfram í venjulegum viðskipt-
um. Þama eru fyrst og fremst höfð í huga tilvik þegar hlutir eru keyptir með
endursölu í huga. Ákvæðið nær þó einnig til þeirra tilvika þegar hlutir eru
keyptir með eigin not kaupanda í huga en kaupandi kemst síðar að þeirri
niðurstöðu að hann vilji selja hlutinn, t.d. vegna þess að komin er ný tegund á
108 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 147.
109 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 147-148.
269