Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 73

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 73
2.5 Félagsmálasáttmáli Evrópu 2.5.1 Ákvæði FSE um félagafrelsi, verkfallsrétt o.fl. I 5. gr. FSE er mælt er fyrir um rétt launafólks og vinnuveitenda til að stofna staðbundin félög, landsfélög og fjölþjóðleg sambönd til að gæta hagsmuna þeirra á sviði efnahags- og félagsmála og til að ganga í slík félög. Er aðildar- ríkjunum heimilt að ákveða að hvaða marki þau tryggja lögreglu og mönnum er gegna herþjónustu rétt samkvæmt ákvæðinu.32 I 4. m^r. 6. gr. sáttmálans er síðan mælt sérstaklega fyrir um vemd verkfallsréttarins. Ákvæðið er m.a. merki- legt fyrir þær sakir að þar var í fyrsta skipti mælt fyrir um verkfallsréttinn í alþjóðlegum sáttmála. Segir þar að aðildarríkjum sáttmálans beri að viðurkenna rétt verkafólks og vinnuveitenda til sameiginlegra aðgerða þegar hagsmuna- árekstrar verða, þ.á m. verkfallsrétt, með þeim takmörkunum sem til kynnu að koma vegna gerðra heildarsamninga. í þessu felst að ríkisvaldinu er heimilt að setja reglur varðandi verkföll og takmarka þau svo framarlega sem takmarkan- imar falla innan marka 31. gr. sáttmálans. Samkvæmt 31. gr. FSE eru aðeins heimilar þær takmarkanir á réttindum samkvæmt sáttmálanum sem lög kveða á um og sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi til vemdar réttindum og frelsi annarra, eða til vemdar almannahagsmunum, öryggi þjóðarinnar, heilsu eða sið- gæði almennings. Til viðbótar við framangreint er í 2. mgr. 6. gr. FSE mælt fyrir um skyldu ríkisins til að stuðla að frjálsum samningaumleitunum milli vinnu- veitenda eða vinnuveitendafélaga og verkalýðsfélaga og í 3. mgr. 6. gr. um skyldu aðildarrfkjanna til að stuðla að stofnun og notkun viðeigandi sáttafyrir- komulags og gerðardóma eftir samkomulagi við lausn vinnudeilna. 2.5.2 Yernd „verkfallsréttarins“ samkvæmt FSE 14. mgr. 6. gr. FSE er mælt fyrir um rétt til sameiginlegra aðgerða (collective action), þar á meðal verkfalla. Ákvæðið tekur því samkvæmt orðanna hljóðan til aðgerða svo sem yfirvinnubanns, þegar starfsmenn tefja vinnu með því að fara nákvæmlega eftir öllum reglum (work to rule), þegar launafólk fer sér hægt við vinnu í mótmælaskyni (go-slows) og svo framvegis. Það er því enginn vafi á að aðgerðir þar sem vinna er ekki beinlínis felld niður njóta vemdar sam- kvæmt ákvæðinu. Litið hefur verið svo á að verkfallsrétturinn sé þáttur í réttinum til að semja sameiginlega (bargain collectively). Sérfræðinganefndin sem fjallar um fram- 32 Ákvæðið orðast svo í íslenskri þýðingu: „í því skyni að tryggja og stuðla að frelsi verkafólks og vinnuveitenda til að stofna staðbundin félög, landsfélög og fjölþjóðleg sambönd til að gæta hagsmuna þeirra á sviði efnahags- og félagsmála og til að ganga í slík félög, skuldbinda samningsaðilar sig til að sjá um, að landslög skerði ekki það frelsi né að þeim verði beitt til að skerða það. í landslögum eða reglugerðum skal ákveða að hve miklu leyti trygging sú, sem þessi grein veitir, skuli taka tii Iögreglunnar. Það skal einnig ákvarðast í landslögum eða reglugerðum að hve miklu leyti tryggingin, sem grein þessi gerir ráð fyrir, skuli ná til manna í herþjónustu". 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.