Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 73
2.5 Félagsmálasáttmáli Evrópu
2.5.1 Ákvæði FSE um félagafrelsi, verkfallsrétt o.fl.
I 5. gr. FSE er mælt er fyrir um rétt launafólks og vinnuveitenda til að stofna
staðbundin félög, landsfélög og fjölþjóðleg sambönd til að gæta hagsmuna
þeirra á sviði efnahags- og félagsmála og til að ganga í slík félög. Er aðildar-
ríkjunum heimilt að ákveða að hvaða marki þau tryggja lögreglu og mönnum er
gegna herþjónustu rétt samkvæmt ákvæðinu.32 I 4. m^r. 6. gr. sáttmálans er
síðan mælt sérstaklega fyrir um vemd verkfallsréttarins. Ákvæðið er m.a. merki-
legt fyrir þær sakir að þar var í fyrsta skipti mælt fyrir um verkfallsréttinn í
alþjóðlegum sáttmála. Segir þar að aðildarríkjum sáttmálans beri að viðurkenna
rétt verkafólks og vinnuveitenda til sameiginlegra aðgerða þegar hagsmuna-
árekstrar verða, þ.á m. verkfallsrétt, með þeim takmörkunum sem til kynnu að
koma vegna gerðra heildarsamninga. í þessu felst að ríkisvaldinu er heimilt að
setja reglur varðandi verkföll og takmarka þau svo framarlega sem takmarkan-
imar falla innan marka 31. gr. sáttmálans. Samkvæmt 31. gr. FSE eru aðeins
heimilar þær takmarkanir á réttindum samkvæmt sáttmálanum sem lög kveða á
um og sem nauðsynlegar eru í lýðræðisþjóðfélagi til vemdar réttindum og frelsi
annarra, eða til vemdar almannahagsmunum, öryggi þjóðarinnar, heilsu eða sið-
gæði almennings. Til viðbótar við framangreint er í 2. mgr. 6. gr. FSE mælt fyrir
um skyldu ríkisins til að stuðla að frjálsum samningaumleitunum milli vinnu-
veitenda eða vinnuveitendafélaga og verkalýðsfélaga og í 3. mgr. 6. gr. um
skyldu aðildarrfkjanna til að stuðla að stofnun og notkun viðeigandi sáttafyrir-
komulags og gerðardóma eftir samkomulagi við lausn vinnudeilna.
2.5.2 Yernd „verkfallsréttarins“ samkvæmt FSE
14. mgr. 6. gr. FSE er mælt fyrir um rétt til sameiginlegra aðgerða (collective
action), þar á meðal verkfalla. Ákvæðið tekur því samkvæmt orðanna hljóðan
til aðgerða svo sem yfirvinnubanns, þegar starfsmenn tefja vinnu með því að
fara nákvæmlega eftir öllum reglum (work to rule), þegar launafólk fer sér hægt
við vinnu í mótmælaskyni (go-slows) og svo framvegis. Það er því enginn vafi
á að aðgerðir þar sem vinna er ekki beinlínis felld niður njóta vemdar sam-
kvæmt ákvæðinu.
Litið hefur verið svo á að verkfallsrétturinn sé þáttur í réttinum til að semja
sameiginlega (bargain collectively). Sérfræðinganefndin sem fjallar um fram-
32 Ákvæðið orðast svo í íslenskri þýðingu: „í því skyni að tryggja og stuðla að frelsi verkafólks og
vinnuveitenda til að stofna staðbundin félög, landsfélög og fjölþjóðleg sambönd til að gæta
hagsmuna þeirra á sviði efnahags- og félagsmála og til að ganga í slík félög, skuldbinda
samningsaðilar sig til að sjá um, að landslög skerði ekki það frelsi né að þeim verði beitt til að
skerða það. í landslögum eða reglugerðum skal ákveða að hve miklu leyti trygging sú, sem þessi
grein veitir, skuli taka tii Iögreglunnar. Það skal einnig ákvarðast í landslögum eða reglugerðum að
hve miklu leyti tryggingin, sem grein þessi gerir ráð fyrir, skuli ná til manna í herþjónustu".
283