Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 69
og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða rétt- indum og frelsi. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að lögleg- ar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjómarstarfsmenn beiti þessum rétti. 2.4.1 Takmarkanir á rétti opinberra starfsmanna samkvæmt 2. mgr. 11. gr. I 2. mgr. 11. gr. MSE er sérstaklega tekið fram að heimilt sé að takmarka með lögum heimildir hers, lögreglu og stjómarstarfsmanna til að beita réttindum samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins. Hefur MDE ekki tekið beinlmis á því álitaefni hvað felist í hugtakinu „stjómarstarfsmenn“. í máli Vogt gegn Þýskalandi20 fjallaði dómstóllinn á hinn bóginn um skilgreiningu á hugtakinu „stjómsýsla ríkisins“. Taldi hann að túlka ætti það þröngt og með hliðsjón af því starfi sem viðkom- andi starfsmaður sinnti. Dómstóllinn tók þó ekki á því álitaefni hvort kennslu- starf í ríkisreknum menntaskóla félli undir stjórnsýslu ríkisins og þar með hug- takið „stjórnarstarfsmenn“ í skilningi ákvæðisins. Mannréttindanefndin hafði á hinn bóginn sagt í sama máli að þetta starf félli ekki undir stjómsýslu ríkisins. Það væri þannig ekki sambærilegt við stöður innan hersins eða lögreglunnar og fæli ekki í sér meðferð opinbers valds.21 2.4.2 Verndar 11. gr. MSE verkfallsréttinn? MDE hefur lagt til gmndvallar að í orðunum „til verndar hagsmunum sínum“ í 11. gr. MSE felist að yfirvöldum beri að veita stéttarfélögum nægilegt rými til að gæta hagsmuna meðlima sinna. Það séu þannig réttindi félagsmanna stéttar- félaganna að félögin fái að koma málefnum sínum á framfæri (right to be heard). Hins vegar hafi aðildarríkin víðtækt svigrúm til að meta með hvaða hætti þau tryggi þennan rétt. Þetta svigrúm leiði m.a. af því að freisti aðildar- ríkin þess að ná viðunandi jafnvægi á milli þeirra andstæðu hagsmuna sem veg- ist á, reyni á sjónarmið sem séu viðkvæm félagslega og stjómmálalega séð. Einnig af því að mikill munur sé á löggjöf ríkja á þessu sviði.22 Af sáttmálanum leiði að stéttarfélög eigi samkvæmt landslögum rétt á að berjast fyrir hagsmun- um félaga sinna við aðstæður sem ekki brjóti í bága við ákvæði 11. gr. Út frá þessum forsendum kvað dómstóllinn í máli Landssambands belgískra lögreglu- manna frá 1975 upp úr um að einstök stéttarfélög geti ekki krafist þess á grund- velli ákvæðisins að stjómvöld hefðu við sig samráð um ýmis vinnutengd mál- efni.23 í máli Félags sœnskra slökkviliðsmanna frá 1976 sagði dómstóllinn einnig að enda þótt gerð kjarasamninga væri ein leið til að vemda starfstengda 20 Vogt gegn Þýskalandi, dómur 26. september 1995. 21 Ákvörðun 30. nóvember 1993 (mál nr. 17851/91). 22 Gustafsson gegn Svíþjóð, dómur 28. mars 1996. Sjá einnig mál Francesco Schettini gegn Italíu (mál nr. 29529/95), ákvörðun 9. nóvember 2000. 23 National Union ofBelgian Police gegn Belgíu, dómur 1. október 1975. 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.