Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 67
kærumála.12 Þá hafa eftirlitsaðilar þeirra ekki þau úrræði sem MDE hefur yfir að ráða til að knýja aðildarríkin til að hlíta úrlausnum sínum. Af þessu leiðir að ríki fara stundum seint eða jafnvel aldrei að úrlausnum þeirra, enda þótt slíkt verði að telja til undantekningartilvika. Á vettvangi ILO er litið á verkfallsréttinn sem réttindi stéttarfélaganna eða hópréttindi (collective rights) á meðan MDE virðist ganga út frá þeirri forsendu að um sé að ræða rétt einstaklinganna (individual rights). Þegar fjallað er um verkfallsréttinn er þannig komið inn á flókin skil eða eftir atvikum samspil réttinda sem skilgreind hafa verið með mismunandi hætti, þ.e. einstaklingsrétt- inda og hópréttinda annars vegar og borgaralegra og stjómmálalegra réttinda og efnahagslegra og félagslegra hins vegar. Enda þótt réttindunum sé skipað í sátt- mála samkvæmt hinni síðargreindu forsendu er þessi aðgreining ekki einhlít eins og komið verður nánar að síðar. 2.2 Vernd verkfallsréttarins samkvæmt öðrum mannréttindasáttmálum Félagafrelsisákvæði er einnig að finna í 4. mgr. 3. gr. Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna (MSÞ) frá 1948 og 22. gr. Alþjóðasamnings Sam- einuðu þjóðanna um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi (ABSR) frá 1966 en samkvæmt túlkun mannréttindanefndar samningsins fellur verkfallsrétturinn utan gildissviðs ákvæðisins.13 Þessi afstaða mannréttindanefndarinnar hefur reyndar verið mjög umdeild.14 Ákvæði 1. mgr. 8. gr. Alþjóðasamnings Samein- uðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (AEFMR) frá 1966 mælir hins vegar beinlínis fyrir um vemd verkfallsréttarins. Nefnd sú sem fylgist með framkvæmd samningsins hefur hins vegar ekki mótað inntak verk- fallsréttarins með sambærilegum hætti og eftirlitsaðilar FSE og ILO. Helgast það vafalaust af orðalagi ákvæðisins en þar segir að „ríki þau sem aðilar eru að samningnum takist á hendur að ábyrgjast verkfallsrétt að því áskildu að honum sé beitt í samræmi við lög viðkomandi lands“. I niðurstöðum sínum hefur nefndin hins vegar oft vísað til niðurstaðna eftirlitsaðila ILO og byggt á þeim.15 Grundvallast sú afstaða á ákvæði 3. mgr. 8. gr. AEFMR þar sem segir að ákvæði 8- gr. heimili ekki ríkjum þeim sem eru aðilar að samþykkt ILO nr. 87 að gera ráðstafanir eða beita lögum á þann hátt að það myndi skaða það sem tryggt er í þeirri samþykkt. Þeir sáttmálar sem hér verður fjallað um eru þar af leiðandi þeir sem væntanlega reynir helst á varðandi inntak verkfallsréttarins og þá spurningu að hvaða marki takmarkanir á verkfallsréttinum kunna að vera heim- ilar hér á landi með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga. 12 ísland hefur ekki fullgilt viðauka við FSE frá 1995 um kærurétt félagasamtaka. Félagasamtök geta aftur á móti kært meint brot á samþykktum ILO um félagafrelsi til Albjóðavinnumálastofnun- annnar. Þá geta ríki einnig beint kærum til ILO vegna brota á samþykktum stofnunarinnar, sbr. 26. gr- stofnskrár ILO. 13 Sjá niðurstöðu í máli Alberta Union of Provisional Employees gegn Kanada, nr. 118/1992. 14 Sjá John Hendy: „The Human Rights Act, Article 11, and the Right to Strike", bls. 596-597. 15 Tonia Novitz: Intemational and European Protection of the Right to Strike, bls. 118 og 332. 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.