Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 103
aðildarríki hins vegar við kerfi sem byggir á samningsfrelsi, verkfallsrétti og
sjálfræði stéttarfélaga þá veiti 11. gr. sáttmálans vernd gegn íhlutun ríkisvalds-
ins, nema því aðeins að hún sé gerð á grundvelli hinna viðurkenndu undantekn-
ingarsjónarmiða. Af þessu leiðir að ríkisvaldið má þá ekki hlutast til um kjara-
samningsgerð eða samningsfrelsi, um beitingu verkfallsréttar eða um innri mál
stéttarfélaga, nema því aðeins að þeim skilyrðum sé fullnægt sem 2. mgr. 11. gr.
gerir ráð fyrir til að slík afskipti séu heimil.14
Þegar litið er á tilefni þess að íslensk stjómvöld hafa talið nauðsynlegt að
grípa inn í vinnudeilur virðist ljóst að algengast er að slík afskipti séu byggð á
efnahagslegum forsendum. A því að mikilvægir efnalegir hagsmunir séu að
fara forgörðum eða muni fara forgörðum ef ekki er að gert. I 2. mgr. 11. gr.
MSE eru efnhagslegar forsendur ekki nefndar á nafn. Þar er þó vísað til hug-
taksins „almannaheilla“ sem ef til vill er unnt að skilja svo víðum skilningi að
þar undir falli skylda stjómvalda til að afstýra efnahagslegum ófamaði sem
leiða kynni af vinnudeilu. í þessu felst að undir undanþáguheimildir 2. mgr. 11.
gr. MSE falli eitthvað sem nefna mætti „efnahagsleg neyðarstaða“. Um það
hugtak verður fjallað nánar hér á eftir.
I nýlegum úrlausnum mannréttindadómstólsins koma fram vísbendingar um
að dómstóllinn viðurkenni að fleiri forsendur en þær sem leiða beint af orðalagi
2. mgr. 11. gr. verði felldar þar undir, m.a. efnahagslegar forsendur. Einkanlega
eru það tvö mál sem mestu skipta í þessu sambandi. Unison gegn Bretlandi15
frá árinu 2002 og mál Samtaka norskra úthafsstarfsmanna gegn Noregi16 frá
sama ári.
I Unisonmálinu var ekki talið að í því fælist brot gegn 11. gr. MSE að breska
ríkið vemdaði ekki verkfallsrétt gegn einskonar lögbannsaðgerð sem lögð var
við verkfalli starfsmanna á sjúkrahúsi. Hér var ekki um að ræða dóm mannrétt-
indadómstólsins heldur ákvörðun um að taka málið ekki til fullgildrar dóms-
meðferðar (e. admissibility ruling). Eigi að síður koma fram í þessari ákvörðun
vísbendingar um að verkföll sem ekki em gerð í beinum tengslum við eiginleg-
ar kjarakröfur njóti hugsanlega síðri vemdar en þau verkföll sem gerð eru til að
knýja fram launahækkanir. Verkfallið sem hér var um að ræða var gert til að
andæfa fyrirhugaðri einkavæðingu en ekki til að knýja fram eiginlegar kjara-
bætur. Segja má að um hafi verið að ræða pólitískt verkfall, en um heimildir til
að banna slík verkföll er almennt viðurkennt að gildi mun rýmri sjónarmið en
endranær.17 Þetta gerir málið sérstakt og leiðir til þess að af því verða takmark-
aðar ályktanir dregnar, en auk þess að byggja á beinni vísan til hagsmuna ann-
14 Sjá og P. van Dijk og G.J.H. van Hoof: „Theory and practice of the European Convention on
Human rights“. Kluwer Law Intemational 1998, bls. 597-598.
•5 Unison gegn Bretlandi. (Mál nr. 53574/99, ákvörðun dags. 10.01. 2002.).
16 Samtök norskra úthafsstaifsmanna gegn Noregi. (Mál nr. 38190/97, ákvörðun dags. 27.06.2002).
17 Sjá Tonia Novitz: Intemational and European protection of the right to strike. Oxford Uni-
versity Press 2003, bls. 294 o.áfr.
313