Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 111

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 111
með lögum og því aðeins að uppfyllt væru sambærileg skilyrði og koma fram í 2. mgr. 11. gr. MSE. Talið var að hvorki ákvæði MSE eða umræddir alþjóða- samningar útilokuðu að löggjafanum gæti verið rétt að grípa inn í einstaka vinnudeilur með lagasetningu né að löggjafanum væri óheimilt að leggja tíma- bundið bann við einstaka vinnustöðvunum. Hins vegar yrði að gera strangar kröfur til slíkrar lagasetningar. Talið var að ekki væri hægt að útiloka að efna- hagsleg áhrif verkfalla og verkbanna gætu verið svo alvarleg að ríkir almanna- hagsmunir gætu réttlætt tímabundið bann við þeim. Þessi niðurstaða samrýmist þeirri túlkun mannréttindadómstólsins, sem að framan er rakin, að meðal þeirra atvika sem átt geta undir 2. mgr. 11. gr. MSE er eitthvað sem nefna má „efnahagslega neyðarstöðu“. Hversu ríkir slíkir hags- munir þurfa að vera er óljóst enda hafa engir dómar gengið um það enn hjá mannréttindadómstólnum. Þá er enn óljóst í hversu ríkum mæli dómstóllinn mun leyfa sér að endurskoða mat stjómvalda einstakra aðildarríkja á slíkri efna- hagslegri stöðu, en af ákvörðun dómstólsins í máli Samtaka norskra úthafs- starfsmanna gegn Noregi virðist þó mega ráða að dómurinn leggur efnislegt mat á efnahagslegu rökin og réttmæti þeirra. Svigrúm stjómvalda til að takmarka verkfallsréttinn er þannig nokkuð. Hins vegar má færa rök fyrir því á grandvelli almennra sjónarmiða um góða stjóm- sýslu og jafnræði að slík takmörkun verkfallsréttarins sem gerð er með lögum verður að vera þannig fram sett að hún byggist á almennum sjónarmiðum sem unnt er að beita á grundvelli fyrir fram gerðra leikreglna og er ekki atviksbund- in eða bundin mjög þröngt skilgreindum og afmörkuðum aðstæðum sem koma upp í einstökum kjaradeilum. Þannig má segja að þau ríki sem koma sér upp kerfi þvingaðrar gerðarmeðferðar (eins og algengt er í Evrópu) geta undir vissum kringumstæðum, sem nánar er kveðið á um í almennum lögum, ákveðið að vísa deilum til slíkrar meðferðar í þeim tilvikum er deiluaðilar í kjaradeilu sýnast ekki ætla að ná saman. Það hlýtur hins vegar að teljast miklum mun vafa- samara að löggjafinn geti beitt slíkum aðferðum án þess að slíkar leikreglur liggi áður fyrir um það hvenær og hvemig slíkum heimildum verði beitt. Þess vegna verður að teljast æskilegt, ef slrk heimild á annað borð á að vera til staðar, að löggjafinn setji sér almennar leikreglur um beitingu hennar og hlutist ekki til um einstakar kjaradeilur nema á grundvelli slíkra leikreglna. Undir þetta sjón- armið tekur Hæstiréttur í sjómannamálinu þó að það væri ekki talinn svo alvar- legur ágalli á málatilbúnaði stjómvalda að aðalkröfur Alþýðusambands Islands væru teknar til greina. Komi til þess að sjómannamálið hljóti efnislega umfjöllun mannréttinda- dómstólsins er hugsanlegt að í slíkri niðurstöðu muni felast frekari leiðbeining um hversu víðtækt svigrúm stjómvöld hafa til að bregðast við því sem þau telja vera „efnahagslega neyðarstöðu“. Þá er þess að vænta að í slíkri umfjöllun fáist úr því skorið hvort íslenska kerfið, þar sem lög eru sett á einstakar vinnudeilur án stuðnings frá almennu kerfi leikreglna sem settar hafa verið fyrir fram, standist 11. gr. MSE. 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.