Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 110

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 110
samninga sem gerðir höfðu verið á undanfömum mánuðum að því leyti sem við á og almenna þróun kjaramála, auk þess að taka mið af sérstöðu þeirra aðila sem nefndir eru í 1. gr. laganna. I reynd þýddi þetta að gerðardómurinn skyldi ákveða gildistíma ákvarð- ana sinna með hliðsjón af gildistíma kjarasamninga sem gerðir höfðu verið mánuðina áður en hann starfaði. Það svigrúm sem gerðardóminum var gefið til að ákveða gildis- tíma ákvarðana sinna var óheppilega mikið en fól þó ekki í sér óhæfilega skerðingu á réttindum stefnanda. Þykir gerðardómurinn hafa farið hóflega með þetta vald sitt. Þessi niðurstaða er um margt athyglisverð. Tilvitnuð umfjöllun dómsins tengist úrlausn um þá málsástæðu Alþýðusambands Islands að í framgöngu íslenskra stjómvalda hafi falist brot gegn meðalhófsreglu stjómskipunarréttar. Málatilbúnaðurinn var þessi: Að stjómvöld hefðu ekki aðeins tekið sér vald til að banna verkfall andstætt ákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar heldur hefðu þau einnig framselt það vald, að því varðaði það hversu lengi bannið skyldi standa, til stjómsýslunefndar sem sjálfri hefði verið ætlað að ákvarða gildistíma ákvarðana sinna.26 Þetta taldi alþýðusambandið óheimilt. Dómurinn féllst á að þessi skipan mála kunni að hafa verið óheppileg en taldi ekki ástæðu til að láta þetta neinu varða, m.a. með vísan til þess að stjómsýslunefndin hafi farið hóflega með vald sitt. Látið er liggja á milli hluta hvort löggjafinn fór hóflega með vald sitt en um það fjallaði einmitt fyrrgreind málsástæða. 4. NIÐURSTAÐA Ekki leikur vafi á samkvæmt dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins og dómi Hæstaréttar í sjómannamálinu að verkfallsrétturinn er varinn af 11. gr. MSE og 74. gr. stjómarskrárinnar eins og hún er túlkuð með hliðsjón af skuld- bindingum samkvæmt alþjóðasamningum sem Island á aðild að. Verkfallsrétt- urinn er þannig hluti af verndarandlagi sem í heild sinni snýst um athafnafrelsi stéttarfélaga, innan ramma almennra leikreglna, sem varið er af stjórnarskránni. Þegar litið er til niðurstöðu í sjómannamálinu í heild er unnt að segja að sú aðferðafræði sem notuð er til að leiða fram niðurstöðuna er í ágætu samræmi við þau fordæmi sem að framan er vísað til úr dómum og ákvörðunum mann- réttindadómstólsins. Akvæði 74. gr. stjómarskrárinnar er í dóminum túlkað með hliðsjón af 2. mgr. 11. gr. MSE og með vísan til annarra alþjóðasamninga sem ísland á aðild að sem taldir eru fela í sér vernd verkfallsréttarins. Hins vegar var 74. gr. stjóm- arskrárinnar ekki talin fela í sér skilyrðislausa vemd verkfallsréttarins en talið að samningsfrelsi verkalýðsfélaga og beitingu verkfallsréttar mætti aðeins skerða 26 f 3. gr. laga nr. 34/2001 segir: „Gerðardómurinn skal við ákvörðun sína samkvæmt lögum þess- um hafa til hliðsjónar kjarasamninga sem gerðir hafa verið á undanfömum mánuðum að því leyti sem við á og almenna þróun kjaramála, auk þess að taka mið af sérstöðu þeirra aðila sem nefndir em í 1. gr. Akvarðanir gerðardómsins skv. 1. mgr. skulu vera bindandi frá gildistöku laga þessara og skal gerð- ardómurinn hafa lokið störfum fyrir 1. júlí 2001. Hann skal ákveða gildistíma ákvarðana sinna“. 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.