Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 49
það tímamark þegar seljandinn fékk vitneskju um vanefndina, eða það tíma-
mark þegar viðbótarfrestur skv. 2. mgr. 52. gr. er liðinn. Seljandinn verður í því
tilviki að rifta kaupum innan hæfilegs tíma þar á eftir. Aðrar vanefndir en drátt-
ur geta t.d. verið þegar kaupandi afhendir „gallaða" greiðslu sem seljandi veitir
viðtöku, t.d. þegar greiðsla fer fram á röngum stað eða með röngum gjald-
miðli.89
6. FYRIRSJÁANLEGAR VANEFNDIR - STAÐAN VIÐ GJALDÞROT
6.1 Riftunarskilyrði - Sönnunarbyrði
Ef ljóst er fyrir efndatíma að koma muni til vanefnda sem veita aðila rétt til
riftunar getur hann rift kaupunum áður en efndatíminn er kominn, sbr. fyrri málsl.
1. mgr. 62. gr. kpl. Vama má riftun ef gagnaðili setur strax fullnægjandi trygg-
ingar af sinni hálfu fyrir því að staðið muni verða við kaupin, sbr. síðari málsl. 1.
mgr. 62. gr. Ef tími vinnst til skal sá aðili, sem rifta vill kaupum samkvæmt 2.
mgr. 62. gr., vara gagnaðila sinn við, þannig að honum gefist færi á að verða sér
úti um tryggingar til að vama riftuninni.90 Samkvæmt 55. gr. neyt.kpl. fer um
fyrirsjáanlegar vanefndir í neytendakaupum eftir 61. og 62. gr. kpl.
Ákvæði 1. mgr. 62. gr. kpl. veitir báðum aðilum samnings heimild til riftun-
ar vegna fyrirsjáanlegra vanefnda af hálfu gagnaðila. Er þá skilyrði að ljóst sé
að vanefndir sem veita heimild til riftunar muni að höndum bera. Hinar fyrir-
sjáanlegu vanefndir verða auk þess að vera verulegar og fullnægja að öðm leyti
skilyrðum riftunar skv. 25., 26., 39., 54. og 55. gr. Gerðar eru rnjög strangar
sönnunarkröfur í þessum efnum, sbr. það orðalag lagagreinarinnar að ljóst sé
fyrir umsaminn efndatíma að vanefndir muni að höndum bera. Það eru með
öðmm orðum gerðar meiri kröfur um líkindi fyrir vanefndum samkvæmt þess-
ari grein en gilda skv. 61. gr. varðandi réttinn til að stöðva efndir. Sá aðili sem
lýsir yfir riftun ber áhættuna af því að skilyrði riftunar séu til staðar. Hann getur
því orðið bótaskyldur ef í ljós kemur að þeim skilyrðum var ekki fullnægt.
Réttur til riftunar samkvæmt ákvæðinu er óháður því hver er raunveruleg
ástæða hinna fyrirsjáanlegu vanefnda. Riftunarrétturinn er þannig ekki tak-
markaður við þau tilvik sem nefnd em í 61. gr., heldur er hann einnig til staðar
þegar um er að ræða tilvik sem samningsaðili fær ekki ráðið við. Þótt það sé í
sjálfu sér ljóst að verulegar vanefndir muni að höndum bera getur sá aðili, sem
riftunarkrafan beinist gegn, staðið í vegi fyrir kröfunni með ráðstöfunum sem
minnka líkumar á vanefndum. Slíkar ráðstafanir verða þá að koma til fram-
kvæmda áður en viðsemjandi hans setur fram riftunarkröfu.
89 Ekki þótti ástæða til þess að mæla fyrir um sérstaka tilkynningu varðandi skaðabótakröfur, sbr.
athugasemdir við 29. gr. frv. til kpl. Eru ákvæði lagagreinarinnar að þessu leyti í samræmi við 2.
mgr. 64. gr. Sþ-sáttmálans. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 136.
90 Lagagrein þessi svarar til 72. gr. Sþ-sáttmálans. Sambærilegt ákvæði var ekki í eldri
kaupalögum, nr. 39/1922, en reglur um skylt efni var þó að finna í 39. gr. þeirra. Ákvæði 62. gr.
laganna er til viðbótar reglunni í 61. gr. um stöðvunarrétt. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 142.
259