Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 56
málsgreinarinnar eiga m.a. við um lausn deilumála samkvæmt ákvæðum samn- ingsins um varnarþing, gerðardóma o.fl. Sama á við um samningsákvæði sem takmarka bótaskyldu, févítisákvæði o.fl. Sérstaklega er minnst á atvinnuleynd- armál og er þá haft í liuga að sé samningi rift breytir það ekki þeirn skyldum sem aðilar hafa tekið á sig í sambandi við atvinnuleyndarmál sem þeir hafa komist að vegna kaupanna.102 7.3 Afrakstur og vextir þegar greiðslum er skilað 7.3.1 Afrakstur og endurgjald sem kaupandi skal greiða Þegar kaupum er rift skal kaupandi skv. 1. mgr. 65. gr. kpl. færa seljanda þann afrakstur til tekna sem hann hefur haft af hlutnum og greiða hæfilegt endurgjald fyrir veruleg not sem hann hefur að öðru leyti haft af honum.103 Ef seljandi á að endurgreiða kaupverðið ber honum samkvæmt 2. mgr. 65. gr. að greiða vexti í samræmi við ákvæði 71. gr. frá þeim degi er hann tók við greiðslunni. Samkvæmt 1. mgr. 65. gr. kpl. á kaupandinn að færa seljanda til tekna þann afrakstur sem hann hefur haft af hlutnum. Er hér aðeins átt við venjulegan afrakstur sem ekki er beinlínis háður því að kaupandinn hafi látið í té sérstakt framlag af sinni hálfu, t.d. vexti af kröfu eða arð af hlutabréfum, verðmæti mjólkur o.s.frv. Akvæðið nær hins vegar ekki til hagnaðar af sölu hlutar eða verðmætisaukningar vegna endurbóta á hlut. Afrakstur af hlut sem keyptur hefur verið til útleigu kemur hér til athugunar. Hann má ýmist meta sem venjulegan arð eða sem endurgjald fyrir veruleg not í síðari hluta ákvæðisins. Svipuð sjónarmið gilda t.d. um spilakassa eða önnur slík tæki sem keypt eru til afnota fyrir almenning. Sem dæmi um tilvik sem mikillar sérstöðu njóta eru t.d. útsæðiskartöflur. Þær gefa vissulega verulegan afrakstur eftir að þær eru komnar í jörðu og fara að fjölga sér. Það er hins vegar hæpið að tala urn afrakstur af hlut í þessu tilviki, heldur frekar um ákveðna framleiðslu þar sem útsæðiskartöflumar eru hráefni til framleiðslunnar. í annan stað gerir ákvæðið ráð fyrir því að kaupandinn skuli greiða hæfilegt endurgjald fyrir veruleg not sem hann hefur haft af hlut. Þessi regla er studd þeim rökum að langur tími geti liðið frá því að hlutur er móttekinn og þar til honum er skilað. Það eru aðeins veruleg not sem hér koma til álita. Það hugtak ber að meta í hverju einstöku tilviki út frá tegund hlutarins, kaupverði og að- 102 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 145. 103 Lagagreinin svarar til 84. gr. Sþ-sáttmálans en í eldri kaupalögum var ekkert sambærilegt ákvæði. Greinin felur í sér reglur um áhrif þess þegar kaupum er rift og er því til fyllingar ákvæðum 64. gr. Gildissvið greinarinnar er takmarkað við riftun og á hún því ekki við um afhendingu á ný. Munur riftunar og nýrrar afhendingar er m.a. sá að tilgangur riftunar er sá að kaupandinn hafi ekki vörslur hlutarins, en tilgangurinn með afhendingu nýrrar greiðslu er sá að kaupandinn fái annan hlut í stað þess sem afhentur var. Ef kaupandi krefst nýrrar afhendingar, t.d. á mjólkurkú, er ekki sanngjamt að færa eigi seljandanum til tekna afrakstur þeirrar mjólkur sem kaupandinn hefur haft frá afhendingu fyrri kýrinnar. Ástæðan er sú að kaupandinn átti að fá mjólkina ef kaupin hefðu verið réttilega efnd með fyrstu afhendingunni. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 145. 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.