Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 48
hverja einstaka afhendingu skv. 1. mgr. 56. gr., þannig að frestur skv. 59. gr.
verði virkur þegar viðkomandi greiðsla hefur farið fram en ekki þá fyrst er
heildargreiðslan hefur verið innt af hendi. Engir frestir gilda hins vegar þegar
um er að ræða fyrirsjáanlegar vanefndir skv. 62. gr.
Skilyrðið um það að frestir byrji ekki að líða fyrr en kaupandi hefur greitt
gildir eins og áður segir án tillits til þess hvaða skylda kaupanda er vanefnd.
Þannig skiptir t.d. ekki máli hvort um er að ræða skyldu kaupanda til að veita
hlutnum viðtöku eða aðrar skyldur.87
5.9.2 Ákvæði a-liðar á almennt við um drátt á efndum af hálfu kaupanda
Ákvæði a-liðar 59. gr. kpl. er þannig orðað að hann á almennt við um drátt
á efndum af hálfu kaupanda hvort sem um er að ræða drátt er varðar greiðslu-
skylduna, viðtöku söluhlutar eða annan atbeina að efndum. Seljandinn verður í
þessum tilvikum að hafa tilkynnt um riftun áður en hann fékk vitneskju um
efndir viðkomandi skyldu. Gegn slíkri reglu má halda því fram að hún geti haft
það í för með sér að riftunarrétturinn ráðist af tilviljunarkenndum atvikum, t.d.
því hversu oft viðskiptabanki seljanda tilkynnir um greiðslur inn á reikning
seljanda. Á hinn bóginn má leiða að því rök að lítil sanngirni sé í því fólgin að
útiloka réttmæta riftunarkröfu eftir að dráttur á efndum hefur í raun átt sér stað,
þ.e. riftunarkröfu sem seljandinn hefur sett fram í góðri trú um vanefndir kaup-
anda.
Dráttur á efndum getur orðið með þeim hætti að greitt er of seint eða að
greitt er með ófullnægjandi hætti, t.d. ef seljandi hefur hafnað greiðslu þar sem
greitt er á röngum stað eða með röngum gjaldmiðli. Ef seljandi hafnar ekki
strax slíkri tilraun til efnda á b-liður við ætli seljandi samt sem áður að bera fyrir
sig vanefndina. Umræddur stafliður, þ.e. a-liður, gildir einnig um skylduna til
að veita hlut viðtöku og þegar aukaskyldum er fullnægt of seint. Hugsanlegt er
að þessar skyldur skiljist að, t.d. þegar kaupandi greiðir vöru en veitir henni
ekki viðtöku. I slíku tilviki glatar seljandi ekki rétti sínum til riftunar fyrr en
hann hefur fengið vitneskju um að kaupandi hefur veitt hlut viðtöku. Hugsan-
legt er loks að greiðsludráttur varði fleiri en eina skyldu, t.d. bæði skylduna til
að greiða kaupverðið og skylduna til að veita lilut viðtöku. Seljandinn glatar hér
rétti til riftunar þegar hann hefur fengið greiðslu, en hann heldur eftir atvikum
rétti sínu til riftunar vegna viðtökudráttar þar til hann fær að vita að kaupandi
hefur veitt hlut viðtöku.88
5.9.3 Ákvæði b-liðar gildir um aðrar vanefndir en greiðsludrátt
I b-lið 59. gr. er skírskotað til annars konar vanefnda en greiðsludráttar, t.d.
skorts á því að ljá atbeina sinn að efndum. Hér miðast upphafstími frestsins við
87 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 135-136.
88 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 135-136.
258