Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 10
skaðabætur innan samninga, og er þeim reglum lýst í kennsluritinu Kaflar úr kröfurétti IV - Skaðabótareglur kaupalaga.3 Gildistaka nýrra kaupalaga á árinu 2001 hafði í för með sér ýmsar breytingar á reglum kauparéttarins um riftun gagnkvæmra samninga og er ætlunin í grein þessari að lýsa þeim reglum. I nýju kaupalögunum er mælt fyrir um heimild kröfuhafa til að velja úrræði þegar vanefnd verður af hálfu gagnaðila og er riftun meðal þeirra sem honum standa til boða að öðrum skilyrðum fullnægð- um. Almennt og til yfirlits um riftunarreglumar má segja að veruleg vanefnd er áfram skilyrði riftunar og er ekki gerður munur í þeim efnum á almennum kaupum og verslunarkaupum svo sem áður var. Meðal merkra nýmæla eru regl- ur um heimild til riftunar að liðnum viðbótarfresti þegar um afhendingardrátt seljanda og greiðsludrátt kaupanda er að ræða. Sérreglur gilda um riftun pönt- unarkaupa og lögin mæla fyrir um breyttar tilkynningarreglur vegna riftunar í tilefni galla, þ.e. almenn tilkynningarregla í 32. gr. og sérstök tilkynningarregla í 39. gr. Ytarlegar reglur em um réttaráhrif riftunar og um missi réttar til riftunar og verðmun þegar um staðgönguráðstafanir er að ræða. Einnig um heimild til riftunar vegna fyrirsjáanlegra vanefnda. Fyrinnynd nýju kpl. er, eins og fram kemur í áður tilvitnaðri tímaritsgrein í Úlfljóti, fyrst og fremst norrænt nefndarálit frá árinu 1984 (Nordiska köplagar - NU 1984:5) og einnig Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um sölu á vöru milli ríkja frá 1980 (The United Nations Convention on Contracts for the Intemational Sale of Goods). Til sáttmálans er í ritsmíð þessari vitnað sem Sþ-sáttmálans.4 Nefndarálitið frá 1984 var samið af vinnuhópi sem norrænu dómsmálaráðherr- arnir skipuðu árið 1980, en vinnuhópurinn lauk störfum 30. október 1984 og skilaði þá umræddu nefndaráliti. I framhaldi af nefndarálitinu settu Norðmenn, Finnar og Svíar sér ný kaupalög sem byggja í öllum helstu atriðum á sömu fyrirmyndum og nýju íslensku kpl. nr. 50/2000, en dönsku kaupalögin frá 1906 em enn í gildi þar í landi. Þótt ekki verði farið nánar út í það hér er rétt að hafa í huga að nokkur blæbrigðamunur er á norsku og íslensku kaupalögunum ann- ars vegar og þeim sænsku og finnsku hins vegar. Með kaupalögum nr. 50/2000 voru í fyrsta sinn lögfest hér á landi ákvæði um neytendakaup. Sú skipan stóð ekki lengi því að hinn 1. júní 2003 öðluðust gildi hér á landi sjálfstæð neytendakaupalög, þ.e. lög nr. 48 frá 20. mars 2003 (neyt.kpl.). Gildistaka þeirra laga miðar að því að koma til framkvæmda hér á 3 Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr kröfurétti IV. Skaðabótareglur kaupalaga. Handrit til kennslu við lagadeild Háskóla íslands. Reykjavík 2002, bls. 1-57. 4 Á 126. löggjafarþingi 2000-2001 lagði utanríkisráðherra fram tillögu til þingsályktunar um aðild íslands að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja. Segir í tillögunni að Alþingi álykti að heimila að Island gerist aðili að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja sem gerður var í Vínarborg 11. aprfl 1980. Er sáttmálinn prentaður sem fylgiskjal með tillögunni. Sáttmálinn var lagður fram til undirritunar á ráðstefnu í Vínarborg 11. aprfl 1980 og lá síðan frammi til undirritunar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til 30. septem- ber 1981. Sáttmálinn öðlaðist gildi 1. janúar 1988. 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.