Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 10
skaðabætur innan samninga, og er þeim reglum lýst í kennsluritinu Kaflar úr
kröfurétti IV - Skaðabótareglur kaupalaga.3
Gildistaka nýrra kaupalaga á árinu 2001 hafði í för með sér ýmsar breytingar
á reglum kauparéttarins um riftun gagnkvæmra samninga og er ætlunin í grein
þessari að lýsa þeim reglum. I nýju kaupalögunum er mælt fyrir um heimild
kröfuhafa til að velja úrræði þegar vanefnd verður af hálfu gagnaðila og er
riftun meðal þeirra sem honum standa til boða að öðrum skilyrðum fullnægð-
um. Almennt og til yfirlits um riftunarreglumar má segja að veruleg vanefnd er
áfram skilyrði riftunar og er ekki gerður munur í þeim efnum á almennum
kaupum og verslunarkaupum svo sem áður var. Meðal merkra nýmæla eru regl-
ur um heimild til riftunar að liðnum viðbótarfresti þegar um afhendingardrátt
seljanda og greiðsludrátt kaupanda er að ræða. Sérreglur gilda um riftun pönt-
unarkaupa og lögin mæla fyrir um breyttar tilkynningarreglur vegna riftunar í
tilefni galla, þ.e. almenn tilkynningarregla í 32. gr. og sérstök tilkynningarregla
í 39. gr. Ytarlegar reglur em um réttaráhrif riftunar og um missi réttar til riftunar
og verðmun þegar um staðgönguráðstafanir er að ræða. Einnig um heimild til
riftunar vegna fyrirsjáanlegra vanefnda.
Fyrinnynd nýju kpl. er, eins og fram kemur í áður tilvitnaðri tímaritsgrein í
Úlfljóti, fyrst og fremst norrænt nefndarálit frá árinu 1984 (Nordiska köplagar
- NU 1984:5) og einnig Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um sölu á vöru milli ríkja
frá 1980 (The United Nations Convention on Contracts for the Intemational
Sale of Goods). Til sáttmálans er í ritsmíð þessari vitnað sem Sþ-sáttmálans.4
Nefndarálitið frá 1984 var samið af vinnuhópi sem norrænu dómsmálaráðherr-
arnir skipuðu árið 1980, en vinnuhópurinn lauk störfum 30. október 1984 og
skilaði þá umræddu nefndaráliti. I framhaldi af nefndarálitinu settu Norðmenn,
Finnar og Svíar sér ný kaupalög sem byggja í öllum helstu atriðum á sömu
fyrirmyndum og nýju íslensku kpl. nr. 50/2000, en dönsku kaupalögin frá 1906
em enn í gildi þar í landi. Þótt ekki verði farið nánar út í það hér er rétt að hafa
í huga að nokkur blæbrigðamunur er á norsku og íslensku kaupalögunum ann-
ars vegar og þeim sænsku og finnsku hins vegar.
Með kaupalögum nr. 50/2000 voru í fyrsta sinn lögfest hér á landi ákvæði
um neytendakaup. Sú skipan stóð ekki lengi því að hinn 1. júní 2003 öðluðust
gildi hér á landi sjálfstæð neytendakaupalög, þ.e. lög nr. 48 frá 20. mars 2003
(neyt.kpl.). Gildistaka þeirra laga miðar að því að koma til framkvæmda hér á
3 Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr kröfurétti IV. Skaðabótareglur kaupalaga. Handrit til kennslu við
lagadeild Háskóla íslands. Reykjavík 2002, bls. 1-57.
4 Á 126. löggjafarþingi 2000-2001 lagði utanríkisráðherra fram tillögu til þingsályktunar um aðild
íslands að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja. Segir í tillögunni
að Alþingi álykti að heimila að Island gerist aðili að Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga
um sölu á vöru milli ríkja sem gerður var í Vínarborg 11. aprfl 1980. Er sáttmálinn prentaður sem
fylgiskjal með tillögunni. Sáttmálinn var lagður fram til undirritunar á ráðstefnu í Vínarborg 11.
aprfl 1980 og lá síðan frammi til undirritunar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til 30. septem-
ber 1981. Sáttmálinn öðlaðist gildi 1. janúar 1988.
220