Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 20
ardráttar seljanda eru í 23. gr. neyt.kpl. Samkvæmt því ákvæði getur neytandi
rift kaupum þegar greiðsludráttur hefur í för með sér verulegar vanefndir. Við
mat á því hvort greiðsludráttur hefur í för með sér verulegar vanefndir skal
leggja sérstaka áherslu á þýðingu greiðsludráttarins fyrir neytandann. Skal þá
m.a. taka tillit til tegundar söluhlutar sem kaupin varða og þess hvort afhending
átti að fara fram á ákveðnum tíma. Sök seljanda er ekki skilyrði riftunar en
getur haft áhrif á mat á því hvort vanefndir teljast verulegar.20
í 1. mgr. 32. gr. fast.kpl. er sambærileg regla þeirri sem fram kemur í 1. mgr.
25. gr. kpl. og 1. mgr. 23. gr. neyt.kpl. um verulega vanefnd sem skilyrði rift-
unar. Þar segir að kaupandi geti rift samningi ef afhendingardráttur telst veru-
legur. Felur regla 1. mgr. 32. gr. fast.kpl. ekki í sér breytingu á þeirri reglu sem
gilti í réttarframkvæmd fyrir gildistöku fast.kpl. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. þjón-
ustukpl. getur neytandi rift samningi ef seld þjónusta er gölluð og vinnu, sem
unnin hefur verið, er verulega áfátt miðað við tilgang verksins og þjónustu sem
fyrirhugað var að kaupa.
I athugasemdum greinargerðar með frv. til fast.kpl. er meginregla 1. mgr. 32. gr., um
að vanefnd þurfi að vera veruleg til þess að heimilt sé að rifta kaupsamningi, skýrð
nánar. Þar segir að riftun sé afdrifarík aðgerð og geti haft í för með sér mikla röskun
á hagsmunum samningsaðila. Eigi það sérstaklega við þegar efndir hafi að einhverju
leyti farið fram, kaupandi t.d. greitt verulegan hluta kaupverðs. Það verði að meta
eftir atvikum hverju sinni hvort vanefnd sé veruleg eða ekki. Almennt sé það ekki
skilyrði að afhendingardráttur seljanda sé vegna saknæmrar háttsemi hans, en sé slík
háttsemi sýnd af hans hálfu geti matið orðið honum óhagstæðara. Það skipti máli um
riftunarréttinn, þ.e. um matið á því hvort vanefnd sé veruleg eða ekki, hvers konar
skyldu sé urn að tefla. Þannig myndi dráttur á sjálfri afhendingunni fljótt teljast veru-
leg vanefnd. Á hinn bóginn sé ekki víst að dráttur á afsalsútgáfu yrði það jafnfljótt.
Vanefnd á aukaskyldum geti einnig leitt til riftunar að því tilskildu að hún teljist
veruleg.21
í 94. gr. kpl. er sérregla um hvað nánar felst í skilyrðinu um verulegar van-
efndir í alþjóðlegum kaupum. Þar segir að vanefndir samningsaðila teljist veru-
legar ef þær leiða til slíks tjóns fyrir gagnaðila að hann telst af þeirra völdum
mun verr settur en hann mátti með réttu vænta samkvæmt samningnum, nema
því aðeins að sá aðili sem vanefnir hafi ekki getað séð það fyrir og ekki heldur
skynsamur maður í sömu stöðu og við sömu aðstæður gat með sanngimi séð
fyrir. Þetta ákvæði getur einnig skipt máli við túlkun á 1. mgr. 25. gr. kpl.
í athugasemdum greinargerðar við 94. gr. frv. til kpl. kemur fram að hvorki í eldri
kpl. né í frv. sé það skilgreint hvað þurfi til að koma svo að vanefnd teljist veruleg
eða óveruleg. Þótt skiptar skoðanir kunni að vera um orðalag 25. og 94. gr. frv. verði
20 Sjá nánar Aiþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 42-43.
21 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 47.
230