Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 55
Útgjöld vegna skila á greiðslum af hálfu aðila verða sérstakir liðir við skaða- bótauppgjör þeirra í millum. Sá sem ábyrgð ber á vanefndum verður að standa straum af þeim útgjöldum sem þær hafa í för með sér. Þegar kaupandi riftir kaupum getur réttur seljanda, til að krefjast skila á því sem hann hefur afhent, takmarkast samkvæmt ákvæðum 66. gr. Akvæði 66. gr. gildir hins vegar ekki þegar seljandi riftir kaupum. Riftunarréttur seljanda er takmarkaður af ákvæðum 4. mgr. 54. gr. þegar hlutur hefur verið afhentur kaup- anda. Þar fyrir utan mun seljandi oft hafa lítinn áhuga á riftun ef kaupandi getur ekki skilað söluhlut aftur í sama ástandi og hann tók við honum.100 7.2.3 Haldsréttur í 2. málsl. 2. mgr. 64. gr. kpl. er regla um haldsrétt. Samkvæmt henni getur samningsaðili haldið því sem hann hefur tekið við þar til gagnaðili skilar því sem hann hefur móttekið. Samkvæmt 3. málsl. gildir réttur þessi einnig um skaðabætur og vexti. Reglan tekur einnig til skaðabóta skv. 65. gr. og kröfu um vexti skv. 2. mgr. 65. gr. Haldsrétturinn skv. 3. málsl. gildir þó ekki ef trygging hefur verið sett. í ákvæðinu kemur ekkert fram um það hvaða hlutfall skuli vera milli þeirrar kröfu sem haldsréttarhafi á og þeirra verðmæta sem haldið er. Hér verður auðvitað að hafa í huga að gagnaðili á alltaf það úrræði að setja trygg- ingu og komast þannig hjá óþægindum. í öðrum tilvikum er ekki útilokað að túlka ákvæðið þröngt með hliðsjón af reglunni í 42. gr.101 7.2.4 Haldsréttur kaupanda Ef seljandi á að afhenda eitthvað á ný getur kaupandi haldið því sem hann hefur móttekið þar til afhending hefur átt sér stað að nýju, sbr. 3. mgr. 64. gr. kpl. Samkvæmt þessu á kaupandi rétt til þess að halda söluhlut þar til ný af- hending hefur átt sér stað. Ákvæðið á bæði við þegar afhending á ný fer fram að kröfu kaupanda, sbr. 34. gr., og þegar seljandi afhendir á ný skv. 36. gr. lag- anna. Seljandi hefur auðvitað ekki tilsvarandi haldsrétt í kaupverðinu. Ákvæðið byggist á þeirri forsendu að seljandinn eigi rétt á því að fá hinn gallaða hlut aftur til baka þegar hann afhendir á ný. 7.2.5 Samningsskyldur sem ekki falla niður í 4. mgr. 64. gr. kpl. segir að riftun hafi engin áhrif á samningsákvæði um atvinnuleyndarmál, um lausn ágreiningsefna eða um réttindi og skyldur aðila sem leiðir af riftuninni. Af þessu ákvæði leiðir með öðrum orðum að við riftun falla ekki allar skyldur aðila brott. í þessu sambandi skal sérstaklega tekið fram að ákvæði í samningum um afleiðingar vanefnda gilda að sjálfsögðu þó að samningi sé rift, og á þetta t.d. við um skaðabótaskyldu vegna riftunar. Ákvæði 100 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 144-145. 101 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 144-145. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.