Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 29
anum eða nýr söluhlutur afhentur. Tilgangur orðalagsbreytingar ákvæðisins frá 1. mgr. 39. gr. kpl. er að gera riftunarskilyrði laga um neytendakaup sem líkust skilyrðum 5. mgr. 3. gr. tilskipunar um neytendakaup. Þrátt fyrir breytt orðalag verður hægt að líta til þeirra viðmiða sem almennt hafa verið talin gilda við mat á því hvort neytandi á rétt til riftunar. Byggist ákvörðunin því á heildarmati þar sem m.a. er litið til þess hvort unnt er að bæta úr gallanum eða ekki og þess tíma og óhagræðis sem neytandi hefur af úrbótum.411 í 14. gr. þjónustukpl. segir að sé seld þjónusta gölluð, og vinnu sem unnin hefur verið er verulega áfátt miðað við tilgang verksins og þjónustu sem fyrirhugað var að veita, geti kaupandinn rift samningnum. Samkvæmt 1. mgr. 42. gr. fast.kpl. getur kaupandi fasteignar rift kaupsamningi ef galli telst veruleg vanefnd. Er þar hnykkt á þeirri meginreglu að skilyrði riftunar sé að vanefnd teljist veruleg. Mat á því hvort vanefnd telst veruleg er reist á sömu meginsjónarmiðum þegar um galla er að ræða og afslátt. Huglæg afstaða seljanda á því ekki að skipta máli, en þó getur matið orðið honum óhagstæðara ef hann hefur sýnt af sér saknæma háttsemi, einkum ef hún er mjög ámælisverð. Ekki þótti þó ástæða til að lögfesta sérstaka reglu um að hafi svikum verið beitt af hálfu seljanda teljist sérhver vanefnd veruleg, sbr. reglu þá sem var í 1. mgr. 42. gr. in fine í lögum nr. 39/1922 um lausafjárkaup.41 3.3 Tilkynning vegna riftunar í 2. mgr. 39. gr. kpl. er sérstök regla um tilkynningar vegna riftunar. Þar segir að kaupandi geti ekki rift kaupum nema hann tilkynni seljanda um riftun innan hæfilegs tíma frá því hann fékk eða hefði átt að fá vitneskju um gallann, eða eftir að frestur sá er útrunninn sem leitt getur af sér kröfu eða tilkynningu samkvæmt ákvæðum 34. eða 36. gr. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans stríðir gegn heiðarleika og góðri trú. Framangreind regla styðst við þau rök að riftun sé að jafnaði svo afdrifaríkt vanefndaúrræði að sanngjarnt sé að mæla fyrir um sérstaka riftunartilkynningu til viðbótar hinni hlutlausu tilkynningu skv. 32. gr. Það er meginregla að upphafstíma tilkynningarfrests verður að miða við það tímamark þegar kaupandinn fékk eða mátti fá vitneskju um gallann. En hafi kaupandinn veitt ákveðinn frest til úrbóta í tengslum við kröfu eða tilkynningu skv. 34. eða 35. gr. eru það lok þess tímamarks sem úrslitum ráða. Sama gildir hafi seljandinn tilgreint ákveðinn tíma til úrbóta í samræmi við 2. mgr. 36. gr. Hvað telst hœfilegur tími til tilkynningar verður sem endranær að meta með hliðsjón af aðstæðum, sbr. það sem áður segir um 29. gr. kpl. hér að framan. Akvæði 2. málsl. 2. mgr. er orðað með svipuðum hætti og 33. gr. og 2. mgr. 35. gr. og ber að túlka á sama hátt.42 40 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 56. 41 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 54. 42 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 110-111. 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.