Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 15
í 64. gr. kpl. segir að sé kaupum rift falli skyldur aðila til að efna þau niður. Hafi kaup verið efnd að fullu eða að hluta af hálfu samningsaðila megi krefjast skila á því sem móttekið hefur verið. Aðili getur þó haldið því sem hann hefur móttekið þar til gagnaðili skilar því sem hann hefur tekið við. Sama á við þegar aðili á rétt til skaða- bóta eða vaxta og fullnægjandi trygging er ekki sett. Akvæði 49. gr. neyt.kpl. eru samhljóða 64. gr. kpl. í 33. gr. fast.kpl. segir að sé kaupsamningi rift falli niður skyld- ur samningsaðila til efnda. Hafi samningur verið efndur í heild eða að hluta, þegar honum er rift, á hvor um sig rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af hendi. Rétt sé þeim er tekið hefur við greiðslu að halda henni þar til viðsemjandi hans afhendir þá greiðslu sem hann fékk. Sama á við þegar gerð er réttmæt krafa um skaðabætur eða vexti og ekki hefur verið sett fullnægjandi trygging fyrir þeirri kröfu. H 14. febrúar 2001 H, sem keypt hafði bifreið af S, taldi hana hafa verið haldna leyndum göllum við söluna og krafðist riftunar á þeim grundvelli. Að atvikum málsins virtum þótti H hafa beint kröfum að S vegna gallanna án ástæðulauss dráttar, sbr. 52. gr. þágildandi laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að H hefði verið riftun heimil. Kröfu S um sérstaka tilhögun endurgreiðslu kaupverðs bifreiðar- innar var hafnað þar sem sú krafa var of seint fram komin. Með því að S hafði hvorki með framlagningu nýrra gagna eða á annan hátt sýnt fram á að kaupverð bifreiðar- innar hefði verið annað og minna en 3.300.000 krónur var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að S bæri að endurgreiða H fullt kaupverð bifreiðarinnar að frádregnum 200.000 krónum vegna notkunar H. 1.4 Þýðing riftunar - Riftunaryfirlýsing - Veruleg vanefnd Heimildin til þess að rifta samningi er af ýmsum ástæðum þýðingarmikið úrræði í tilefni vanefndar. Þannig má t.d. nefna það sem áður segir að riftunar- yfirlýsingin þarf hvorki staðfestingu dómstóls né nokkurs annars til þess að hafa réttaráhrif sem slfk. Samningsaðili sem orðið hefur fyrir vanefndum af hálfu gagnaðila síns getur losnað út úr samningssambandinu með því einu að lýsa yfir riftun og eftir það samið við aðra sem líklegri eru til þess að efna skyldur sínar. Skuldari getur auðvitað reynt að þvinga fram efndir með aðstoð dómstóla ef hann er þeirrar skoðunar að skilyrði riftunar séu ekki fyrir hendi. Skuldari kann t.d. að halda því fram að hann hafi ekki vanefnt samninginn eða a.m.k. ekki vanefnt hann svo verulega að riftun varði. Ef samningurinn er ekki að fullu efndur verður skuldari hins vegar þegar svo hagar til að mótmæla riftun og bera lögmæti hennar undir dómstóla. Mikilvægi riftunar sem van- efndaúrræðis, og reyndar einnig annarra gagnkvæmnisheimilda, felst ekki hvað síst í því að hún er hvatning til skuldara til þess að efna skyldur sínar réttilega, því að inni skuldari ekki greiðslu sína af hendi glatar hann réttinum til gagngjaldsins." Ókostir riftunar lýsa sér aðallega í því óhagræði sem því getur fylgt fyrir 11 Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 93. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.