Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 15
í 64. gr. kpl. segir að sé kaupum rift falli skyldur aðila til að efna þau niður. Hafi kaup
verið efnd að fullu eða að hluta af hálfu samningsaðila megi krefjast skila á því sem
móttekið hefur verið. Aðili getur þó haldið því sem hann hefur móttekið þar til
gagnaðili skilar því sem hann hefur tekið við. Sama á við þegar aðili á rétt til skaða-
bóta eða vaxta og fullnægjandi trygging er ekki sett. Akvæði 49. gr. neyt.kpl. eru
samhljóða 64. gr. kpl. í 33. gr. fast.kpl. segir að sé kaupsamningi rift falli niður skyld-
ur samningsaðila til efnda. Hafi samningur verið efndur í heild eða að hluta, þegar
honum er rift, á hvor um sig rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af
hendi. Rétt sé þeim er tekið hefur við greiðslu að halda henni þar til viðsemjandi hans
afhendir þá greiðslu sem hann fékk. Sama á við þegar gerð er réttmæt krafa um
skaðabætur eða vexti og ekki hefur verið sett fullnægjandi trygging fyrir þeirri kröfu.
H 14. febrúar 2001
H, sem keypt hafði bifreið af S, taldi hana hafa verið haldna leyndum göllum við
söluna og krafðist riftunar á þeim grundvelli. Að atvikum málsins virtum þótti H hafa
beint kröfum að S vegna gallanna án ástæðulauss dráttar, sbr. 52. gr. þágildandi laga
nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að H hefði
verið riftun heimil. Kröfu S um sérstaka tilhögun endurgreiðslu kaupverðs bifreiðar-
innar var hafnað þar sem sú krafa var of seint fram komin. Með því að S hafði hvorki
með framlagningu nýrra gagna eða á annan hátt sýnt fram á að kaupverð bifreiðar-
innar hefði verið annað og minna en 3.300.000 krónur var staðfest sú niðurstaða
héraðsdóms að S bæri að endurgreiða H fullt kaupverð bifreiðarinnar að frádregnum
200.000 krónum vegna notkunar H.
1.4 Þýðing riftunar - Riftunaryfirlýsing - Veruleg vanefnd
Heimildin til þess að rifta samningi er af ýmsum ástæðum þýðingarmikið
úrræði í tilefni vanefndar. Þannig má t.d. nefna það sem áður segir að riftunar-
yfirlýsingin þarf hvorki staðfestingu dómstóls né nokkurs annars til þess að
hafa réttaráhrif sem slfk. Samningsaðili sem orðið hefur fyrir vanefndum af
hálfu gagnaðila síns getur losnað út úr samningssambandinu með því einu að
lýsa yfir riftun og eftir það samið við aðra sem líklegri eru til þess að efna
skyldur sínar. Skuldari getur auðvitað reynt að þvinga fram efndir með aðstoð
dómstóla ef hann er þeirrar skoðunar að skilyrði riftunar séu ekki fyrir hendi.
Skuldari kann t.d. að halda því fram að hann hafi ekki vanefnt samninginn eða
a.m.k. ekki vanefnt hann svo verulega að riftun varði. Ef samningurinn er ekki
að fullu efndur verður skuldari hins vegar þegar svo hagar til að mótmæla
riftun og bera lögmæti hennar undir dómstóla. Mikilvægi riftunar sem van-
efndaúrræðis, og reyndar einnig annarra gagnkvæmnisheimilda, felst ekki
hvað síst í því að hún er hvatning til skuldara til þess að efna skyldur sínar
réttilega, því að inni skuldari ekki greiðslu sína af hendi glatar hann réttinum
til gagngjaldsins."
Ókostir riftunar lýsa sér aðallega í því óhagræði sem því getur fylgt fyrir
11 Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 93.
225