Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 99
tillögu nefndarinnar um breytingu á frumvarpi því sem varð að stjómskipunar-
lögum nr. 97/1995, er lítið fjallað um rök fyrir þeirri hugmynd að taka upp þessa
sérstöku vísun til þessarra tveggja tegunda félaga. Þar segir aðeins:
Sú tillaga hefur komið fram að eðlilegt sé að kveða beint á um réttinn til að stofna
stéttarfélög í greininni. Hefur nefndin ákveðið að leggja til að stjórnmálafélaga og
stéttarfélaga verði getið sérstaklega í henni í ljósi þess að hér er um að ræða einhverja
mikilvægustu flokka félaga í sérhverju lýðræðisríki.3
Af þessu verður vart dregin önnur ályktun en sú að vilji löggjafans hafi stað-
ið til þess að stéttarfélög og stjómmálafélög skyldu njóta verndar sem væri að
minnsta kosti ekki minni en önnur félög njóta. Jafnvel mætti fullyrða að í þessu
hafi falist ráðagerð um að slík félög skyldu njóta enn ríkari verndar en almenn
félög og heimildir stjómvalda til afskipta af málefnum þeirra ætti að vera enn
takmarkaðri en réttur þeirra til afskipta af öðrum félögum. Slík túlkun sýnist í
bestu samræmi við þá áherslu sem lögð er á þessar tilteknu tegundir félaga.4
2.1 Nánar um inntak hugtaksins félagafrelsi
Meginefni og aðalvemdarandlag stjómarskrárákvæðisins um félagafrelsi
hefur verið talið réttur manna til að stofna með sér og ganga í félög til að vinna
að lögmætum markmiðum sínum. Inntak hugtaksins „félagafrelsi" væri næsta
formbundið og innihaldsrýrt ef það væri skilið svo að í rétti manna til að stofna
og ganga í félög væri ekki einnig fólgið athafnafrelsi félaga innan viðurkenndra
ntarka samkvæmt almennum reglum. Með slíku frelsi væri ekkert fengið ef
stjómvöld gætu á hverjum tíma sett þröngar takmarkanir við því hvað slík félög
mættu taka sér fyrir hendur. í þessu felst ekki takmarkalaust athafnafrelsi heldur
hitt að þeim skorðum sem slíku frelsi eru settar er ætlað að falla innan þeirra
marka sem leiða af lögmætum takmörkunum. Leiðbeiningu um hvar slík mörk
kunna að liggja má einna helst draga af 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans,
en 11. gr. er svohljóðandi:
3 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 3187.
41 greinargerð með þingsályktun um endurskoðun á mannréttindakafla stjómarskrárinnar, sem var
undanfari stjómarskrárbreytinganna árið 1995 og samþykktar vom á Alþingi á 50 ára afmæli lýð-
veldisins 17. júní 1994, eru færðar fram þrenns konar ástæður fyrir því að breytinga sé þörf á mann-
féttindakafla stjómarskrárinnar:
I fyrsta lagi þaifað efla, samhœfa og samrœma mannréttindaákvœðin þannig að þau gegni betur
en nú því hlutverki sínu að vera vörn almennings í samskiptum við þá sem með ríkisvald fara. I
°ðru lagi er þörf á því aðfœra ýmis ákvœði til nútímalegra hoifs enda eru þau óbreytt frá því að
fyrsta Stjórnarskrá íslands var sett árið 1874. í þriðja lagi er tímabœrt að endurskoða mannrétt-
'ndaákvœði stjórnarskrárinnar með tilliti til þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem lsland hefur
Sengist undir með því að gerast aðili að alþjóðlegum sáttmálum til verndar mannréttindum.
(Alþt. 1993-94, A-deild. bls. 5223.)
bessi röksemdafærsla var tekin upp í greinargerð með fmmvarpi um breytingu á stjómarskránni
sem fram kom á næsta þingi og sett fram sem ein meginforsenda breytinganna.
309