Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 78
2.6 Samþykktir ILO nr. 87 og 98
2.6.1 Akvæði samþvkkta ILO um félagafrelsi o.fl.
Samþykktir ILO nr. 87 og 98 mæla hvorug fyrir um vemd verkfallsréttarins.
Samt sem áður hefur á vettvangi ILO verið litið á verkfallsréttinn sem grund-
vallarréttindi sem vemduð séu af samþykktunum. Byggist þessi afstaða einkum
á ákvæðum 3. og 10. gr. samþykktar nr. 87. Er þar mælt fyrir um að félög launa-
manna og vinnuveitenda skuli eiga rétt á að skipuleggja stjóm sína og starfsemi
og setja sér stefnuskrá55 og að í merkingu samþykktarinnar sé „félag“ hvert það
félag launamanna eða vinnuveitenda sem vinnur að því að bæta og vemda hag
verkamanna eða vinnuveitenda. A grandvelli þessara ákvæða hafa undimefnd
stjórnamefndar ILO um félagafrelsi (Freedom of Association Committee of the
Governing Body of the ILO, hér eftir nefnd félagafrelsisnefndin) og sérfræð-
inganefndin sem hefur eftirlit með framkvæmd samþykkta (Committee of
Experts on the Application of Conventions and Recommendations, hér eftir
nefnd sérfræðinganefndin eða sérfræðinganefnd ILO) margsinnis tekið fram að
verkfallsrétturinn sé grundvallarréttindi launafólks og samtaka þeirra. Þær hafa
jafnframt afmarkað inntak þessa réttar nánar í fjölmörgum niðurstöðum sín-
um.56 Ekki hefur verið vísað eins mikið til samþykktar nr. 98 varðandi verk-
fallsréttinn sem slíkan en hins vegar kemur fremur til kasta hennar þegar fjallað
er um þvingaða gerðardómsmeðferð.
2.6.2 Vernd „verkfallsréttar“ samkvæmt samþykktum nr. 87 og 98
Mjög víðtækri túlkun á hugtakinu verkfall er beitt hjá ILO þar sem eftirlits-
aðilar stofnunarinnar líta svo á að sérhver vinnustöðvun launafólks verði talin
verkfall, hversu skammvinn og takmörkuð sem hún er. Þessi afstaða byggist á
því að hvernig sem form vinnustöðvunarinnar er sé markmið hennar að gæta
hagsmuna launafólks í samræmi við 3. og 10. gr. samþykktar ILO nr. 87. Tak-
ntarkanir er snerta form verkfalla verða því aðeins réttlættar á vettvangi ILO ef
55 Ákvæði 3. gr. samþykktarinnar orðast svo: „1. Félög verkamanna og vinnuveitenda skulu eiga
rétt á að setja sér lög og reglur, að vera algerlega óháð í vali sínu á fyrirsvarsmönnum sínum, að
skipuleggja stjóm sína og starfsemi og setja sér stefnuskrá. 2. Opinber stjómvöld skulu forðast alla
íhlutun, er skerða mundi þennan rétt eða hindra löglega beitingu hans“.
56 Sjá Lee Swepston: „Human Rights Law and Freedom of Association: Development through
ILO supervision", bls. 187. Niðurstöður félagafrelsisnefndarinnar fara til stjómamefndar ILO sem
samþykkir tilmæli til aðildarríkjanna í þeim málum þar sem félagafrelsisnefndin hefur komist að
þeirri niðurstöðu að þau hafi brotið gegn ákvæðum samþykktanna. Skýrsla sérfræðinganefndar ILO
fer til umfjöllunar á árlegu Alþjóðavinnumálaþingi stofnunarinnar þar sem nefnd um framkvæmd
alþjóðasamþykkta og tilmæla fjallar um einstök mál. Skýrsla þeirrar nefndar er síðan afgreidd af
allsherjarþingi Alþjóðavinnumálaþingsins. Niðurstöður eftirlitsaðila ILO eru ekki bindandi fyrir
aðildarríkin, sbr. að samkvæmt 37. gr. stofnskrár ILO getur aðeins Alþjóðadómstóllinn (Intematio-
nal Court of Justice) látið uppi bindandi túlkun um inntak skuldbindinga samkvæmt samþykktum
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ef ágreiningur er uppi um það efni.
288