Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 20
ardráttar seljanda eru í 23. gr. neyt.kpl. Samkvæmt því ákvæði getur neytandi rift kaupum þegar greiðsludráttur hefur í för með sér verulegar vanefndir. Við mat á því hvort greiðsludráttur hefur í för með sér verulegar vanefndir skal leggja sérstaka áherslu á þýðingu greiðsludráttarins fyrir neytandann. Skal þá m.a. taka tillit til tegundar söluhlutar sem kaupin varða og þess hvort afhending átti að fara fram á ákveðnum tíma. Sök seljanda er ekki skilyrði riftunar en getur haft áhrif á mat á því hvort vanefndir teljast verulegar.20 í 1. mgr. 32. gr. fast.kpl. er sambærileg regla þeirri sem fram kemur í 1. mgr. 25. gr. kpl. og 1. mgr. 23. gr. neyt.kpl. um verulega vanefnd sem skilyrði rift- unar. Þar segir að kaupandi geti rift samningi ef afhendingardráttur telst veru- legur. Felur regla 1. mgr. 32. gr. fast.kpl. ekki í sér breytingu á þeirri reglu sem gilti í réttarframkvæmd fyrir gildistöku fast.kpl. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. þjón- ustukpl. getur neytandi rift samningi ef seld þjónusta er gölluð og vinnu, sem unnin hefur verið, er verulega áfátt miðað við tilgang verksins og þjónustu sem fyrirhugað var að kaupa. I athugasemdum greinargerðar með frv. til fast.kpl. er meginregla 1. mgr. 32. gr., um að vanefnd þurfi að vera veruleg til þess að heimilt sé að rifta kaupsamningi, skýrð nánar. Þar segir að riftun sé afdrifarík aðgerð og geti haft í för með sér mikla röskun á hagsmunum samningsaðila. Eigi það sérstaklega við þegar efndir hafi að einhverju leyti farið fram, kaupandi t.d. greitt verulegan hluta kaupverðs. Það verði að meta eftir atvikum hverju sinni hvort vanefnd sé veruleg eða ekki. Almennt sé það ekki skilyrði að afhendingardráttur seljanda sé vegna saknæmrar háttsemi hans, en sé slík háttsemi sýnd af hans hálfu geti matið orðið honum óhagstæðara. Það skipti máli um riftunarréttinn, þ.e. um matið á því hvort vanefnd sé veruleg eða ekki, hvers konar skyldu sé urn að tefla. Þannig myndi dráttur á sjálfri afhendingunni fljótt teljast veru- leg vanefnd. Á hinn bóginn sé ekki víst að dráttur á afsalsútgáfu yrði það jafnfljótt. Vanefnd á aukaskyldum geti einnig leitt til riftunar að því tilskildu að hún teljist veruleg.21 í 94. gr. kpl. er sérregla um hvað nánar felst í skilyrðinu um verulegar van- efndir í alþjóðlegum kaupum. Þar segir að vanefndir samningsaðila teljist veru- legar ef þær leiða til slíks tjóns fyrir gagnaðila að hann telst af þeirra völdum mun verr settur en hann mátti með réttu vænta samkvæmt samningnum, nema því aðeins að sá aðili sem vanefnir hafi ekki getað séð það fyrir og ekki heldur skynsamur maður í sömu stöðu og við sömu aðstæður gat með sanngimi séð fyrir. Þetta ákvæði getur einnig skipt máli við túlkun á 1. mgr. 25. gr. kpl. í athugasemdum greinargerðar við 94. gr. frv. til kpl. kemur fram að hvorki í eldri kpl. né í frv. sé það skilgreint hvað þurfi til að koma svo að vanefnd teljist veruleg eða óveruleg. Þótt skiptar skoðanir kunni að vera um orðalag 25. og 94. gr. frv. verði 20 Sjá nánar Aiþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 42-43. 21 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 47. 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.