Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 48
hverja einstaka afhendingu skv. 1. mgr. 56. gr., þannig að frestur skv. 59. gr. verði virkur þegar viðkomandi greiðsla hefur farið fram en ekki þá fyrst er heildargreiðslan hefur verið innt af hendi. Engir frestir gilda hins vegar þegar um er að ræða fyrirsjáanlegar vanefndir skv. 62. gr. Skilyrðið um það að frestir byrji ekki að líða fyrr en kaupandi hefur greitt gildir eins og áður segir án tillits til þess hvaða skylda kaupanda er vanefnd. Þannig skiptir t.d. ekki máli hvort um er að ræða skyldu kaupanda til að veita hlutnum viðtöku eða aðrar skyldur.87 5.9.2 Ákvæði a-liðar á almennt við um drátt á efndum af hálfu kaupanda Ákvæði a-liðar 59. gr. kpl. er þannig orðað að hann á almennt við um drátt á efndum af hálfu kaupanda hvort sem um er að ræða drátt er varðar greiðslu- skylduna, viðtöku söluhlutar eða annan atbeina að efndum. Seljandinn verður í þessum tilvikum að hafa tilkynnt um riftun áður en hann fékk vitneskju um efndir viðkomandi skyldu. Gegn slíkri reglu má halda því fram að hún geti haft það í för með sér að riftunarrétturinn ráðist af tilviljunarkenndum atvikum, t.d. því hversu oft viðskiptabanki seljanda tilkynnir um greiðslur inn á reikning seljanda. Á hinn bóginn má leiða að því rök að lítil sanngirni sé í því fólgin að útiloka réttmæta riftunarkröfu eftir að dráttur á efndum hefur í raun átt sér stað, þ.e. riftunarkröfu sem seljandinn hefur sett fram í góðri trú um vanefndir kaup- anda. Dráttur á efndum getur orðið með þeim hætti að greitt er of seint eða að greitt er með ófullnægjandi hætti, t.d. ef seljandi hefur hafnað greiðslu þar sem greitt er á röngum stað eða með röngum gjaldmiðli. Ef seljandi hafnar ekki strax slíkri tilraun til efnda á b-liður við ætli seljandi samt sem áður að bera fyrir sig vanefndina. Umræddur stafliður, þ.e. a-liður, gildir einnig um skylduna til að veita hlut viðtöku og þegar aukaskyldum er fullnægt of seint. Hugsanlegt er að þessar skyldur skiljist að, t.d. þegar kaupandi greiðir vöru en veitir henni ekki viðtöku. I slíku tilviki glatar seljandi ekki rétti sínum til riftunar fyrr en hann hefur fengið vitneskju um að kaupandi hefur veitt hlut viðtöku. Hugsan- legt er loks að greiðsludráttur varði fleiri en eina skyldu, t.d. bæði skylduna til að greiða kaupverðið og skylduna til að veita lilut viðtöku. Seljandinn glatar hér rétti til riftunar þegar hann hefur fengið greiðslu, en hann heldur eftir atvikum rétti sínu til riftunar vegna viðtökudráttar þar til hann fær að vita að kaupandi hefur veitt hlut viðtöku.88 5.9.3 Ákvæði b-liðar gildir um aðrar vanefndir en greiðsludrátt I b-lið 59. gr. er skírskotað til annars konar vanefnda en greiðsludráttar, t.d. skorts á því að ljá atbeina sinn að efndum. Hér miðast upphafstími frestsins við 87 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 135-136. 88 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 135-136. 258
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.