Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 83
sem fara með ríkisvald, nauðsynlega þjónustu eða brýnt neyðarástand. Er ríkj- um látið eftir mjög takmarkað svigrúm til mats um nauðsyn aðgerða sem tak- marka verkfallsréttinn á vettvangi ILO gagnstætt afstöðu MDE sem hefur tekið fram að á þessu sviði veiti MSE ríkjum víðtækt svigrúm til slfks mats. Efnahagsleg rök geta aðeins réttlætt takmarkanir á verkfallsréttinum á vett- vangi ILO ef sýnt þykir að vinnustöðvun myndi stofna í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar eða ef efnahagsleg neyð- arstaða er fyrir hendi. Af þeim niðurstöðum MDE sem gengið hafa um þetta efni verður ráðið að kröfur dómstólsins séu mun vægari, en hann hefur þó gefið í skyn að mat hans á nauðsyn aðgerða kunni að vera strangara í þeim tilvikum þar sem forsendur ríkisstjóma fyrir takmörkunum verkfallsréttarins eru ein- göngu efnahagslegar. Niðurstöður sérfræðinganefndar FSE hafa verið nokkuð afdráttarlausar um að efnahagslegar forsendur geti aldrei réttlætt lagasetningu á verkföll, þó með þeim fyrirvara að sé sýnt fram á að vinnustöðvun muni hafa í för með sér verulegt og varanlegt efnahagslegt tjón kunni það að leiða til annarrar niðurstöðu. Enda þótt FSE veiti verkfallsréttinum mun víðtækari vemd heldur en MSE samkvæmt nið- urstöðum eftirlitsaðila sáttmálanna, og sé eini sáttmálinn sem hér hefur verið fjall- að um sem mælir beinlínis fyrir um vemd verkfallsréttarins, ganga niðurstöður sérfræðinganefndar FSE almennt ekki eins langt og niðurstöður eftirlitsaðila ILO um inntak og vemd verkfallsréttarins. Þó virðist hún yfirleitt fylgja niðurstöðum félagafrelsisnefndar ILO í því efni þegar mál hafa komið til umfjöllunar félaga- frelsisnefndarinnar áður en sérfræðinganefnd FSE tekur þau fyrir. 3. DÓMUR HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS FRÁ 14. NÓVEMBER 2002 í dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 í máli nr. 167/2002 (sjómannamál- inu) var deilt um stjómskipulegt gildi laga nr. 34/2001 um kjaramál fiskimanna o.fl. Lögin tóku gildi eftir að verkfall fiskimanna hafði staðið samfleytt í 44 daga en með þeim vom verkföll tiltekinna aðildarfélaga Alþýðusambands Is- lands lýst óheimil. Krafðist alþýðusambandið þess að viðurkennt yrði að um- ræddum aðildarfélögum væri þrátt fyrir ákvæði laganna heimilt að efna til verk- falls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt lögunum réði ekki kjömm fiski- manna í þessum félögum. Alþýðusambandið hélt því fram að með setningu lag- anna hefði verið brotið gegn samningsfrelsi og verkfallsrétti stéttarfélaga sem vemdað væri af 74. gr. stjómarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu, sbr. lög nr. 62/1994. I dómi Hæstaréttar var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans. Var í héraðsdóminum vísað til greinargerðar með fmmvarpi því sem varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 um breytingar á stjómarskránni, og dóma Hæstaréttar um túlkun á ákvæðum stjórnarskrár um að rétt þætti að túlka fé- •agafrelsisákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar með hliðsjón af 1. og 2. mgr. 11. gr. MSE. Samkvæmt athugasemdum við 74. gr. í greinargerð með frumvarpinu verði ákvæðið ekki talið veita félagafrelsi minni vemd en 11. gr. MSE gerir ráð 293
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.