Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 54
samningur verið efndur í heild eða að hluta þegar honum er rift á hvor um sig rétt á að fá til baka þá greiðslu sem hann hefur innt af hendi. Rétt er þeim er tekið hefur við greiðslu að halda henni þar til viðsemjandi hans afhendir þá greiðslu sem hann fékk. Sama á við þegar gerð er réttmæt krafa um skaðabætur eða vexti og ekki hefur verið sett fullnægjandi trygging fyrir þeirri kröfu. I 33. gr. fast.kpl. eru reglur um réttaráhrif riftunar sem gilt hafa í réttarframkvæmd og gilda í lausafjárkaupum, sbr. 64. gr. kpl. I 1. mgr. er sett fram grundvallarreglan um réttaráhrif riftunar, þ.e. að skyldur samningsaðila til að efna, bæði aðalskyldur og aukaskyldur, falla brott. I 2. mgr. er kveðið á um uppgjör þegar samningsaðilar hafa innt af hendi greiðslur sínar eða hluta þeirra við riftun. Meginreglan er að hvor samn- ingsaðila eigi að greiða það til baka sem hann hefur fengið úr hendi hins. I 2. málsl. er hvorum um sig heimilað að halda eftir því sem hann hefur fengið þar til hinn afhendir. Hér er mælt fyrir um haldsrétt (retentionsret) hvors um sig í eignum sem hinn á til tryggingar greiðslum. Þetta úrræði er ekki hið sama og í 35. gr., þ.e. stöðv- unarréttur (detentionsret) sem felur í sér rétt til að halda eigin greiðslu, m.a. til trygg- ingar því að hinn efni réttilega af sinni hálfu. Haldsrétturinn á einnig við skv. 3. málsl., þ.e. þegar samningsaðili á réttmætar kröfur um skaðabætur eða vexti sem hann hefur ekki aðrar fullnægjandi tryggingar fyrir. Hvor aðili um sig er skyldur til að bjóða greiðslur af sinni hálfu þegar riftun hefur farið fram. Þeir geta ekki beðið eftir að hinn geri það. Það er almennt sá sem skila á peningagreiðslu sem frumkvæð- ið á að hafa, en slfkt kann þó að ráðast af atvikum." 7.2.2 Greiðslur ganga til baka Hafi kaup verið efnd að fullu eða að hluta af hálfu annars hvors aðila má samkvæmt 2. mgr. 64. gr. kpl. krefjast skila á því sem móttekið hefur verið. I því felst að aðili á rétt á að krefjast þess að gagnaðili skili því sem hann hafði veitt viðtöku áður en riftun fór fram. Venjulega hefur þetta þær afleiðingar að seljandi verður að skila kaupverðinu og kaupandi verður að skila söluhlut. Sumar greiðslur eru þess eðlis að ekki verður um nein skil á þeim að ræða. Hafi seljandi t.d. innt af höndum vinnu við að setja upp söluhlut verður vinnufram- laginu sjálfu ekki skilað aftur í bókstaflegum skilningi. Af þeim sökum verður að leysa úr slíku með greiðslu skaðabóta skv. 1. mgr. 65. gr. kpl. í ákvæðinu er ekki tiltekinn sá staður þar sem aðilar skulu skila greiðslum sínum. Eðlilegt er að gera ráð fyrir því að greiðslum skuli skilað á þeim stað þar sem þeim var veitt viðtaka nema um annað sé samið beinlínis. Samkvæmt þessu þarf kaupandi tæpast að skila söluhlut á öðrum stað en þeim þar sem hann veitti hlutnum viðtöku. í vissum tilvikum getur þó verið eðlilegt að kaupandinn sjái um að senda hlutinn alla leið til seljanda þótt um reiðukaup hafi verið að ræða. Samsvarandi reglur gilda um kaupverðið, þ.e. seljandi á að endurgreiða það hjá kaupanda. 99 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 48. 264
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.