Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Page 23
ilvægara er að fjöldi þeirra háskólastúdenta sem teita tit NHÍ vegna sérúrræða í
námi og vegna persónulegra og sálrænna vandamála hefur nærri þrefatdast á
undanförnum fimm árum en sú vinna er bæði krefjandi og tímafrek.
Starfslið
Fastir starfsmenn ársins 2000 voru: Auður R. Gunnarsdóttir námsráðgjafi og fag-
stjóri í 75% stöðugildi. Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafi og fagstjóri í 100% stöðu-
gildi. Arnfríður Ólafsdóttir námsráðgjafi í 75% stöðugildi, Hrafnhildur V. Kjartans-
dóttir námsráðgjafi í 100% stöðugildi. Magnús Stephensen skrifstofustjóri í 100%
stöðugildi og Margrét Guðmundsdóttir í 50% skrifstofustarfi. Auk þeirra er að
framan getur voru tveir námsráðgjafar ráðnir út árið vegna barnsburðarleyfa:
María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal. báðar í 100% stöðugildum. Mikael M.
Karlsson erstarfandi rekstrarstjóri en staða hans ekki skilgreind sem stöðugildi.
Nýmæli í þjónustu Námsráðgjafar
Haustið 2000 kom NHÍ á fót svokölluðu aðgengissetri í Aðalbyggingu Háskólans.
Opnun setursins hefur verið í undirbúningi síðastliðið ár en var formlega hleypt af
stokkunum um miðjan vetur 2000 með höfðinglegum fjárstuðningi Hollvinasam-
taka Háskóla íslands. Stúdentaráðs og Dyslexíufélags Háskóla íslands. Aðgeng-
issetrið á sér fyrirmyndir víða í Evrópu en Námsráðgjöf hefur sérstaklega litið til
sambæritegra setra í Skotlandi.
Aðgengissetur Háskóla Islands hefur þrjú meginhlutverk: 1. Að vera próftökuher-
bergi fyrir þá nemendur sem þurfa að þreyta próf á tölvu vegna dyslexíu. sjón-
skerðingar eða hreyfihömlunar. 2. Að vera mats-kennslumiðstöð þar sem nem-
endur með dyslexíu eða skerta sjón fá tækifæri til að prófa og læra á hugbúnað
sem gæti orðið þeim til framdráttar í námi. 3. Að vera vinnuaðstaða fyrir nemend-
ur sem þurfa aðgang að þeim dýra og sérhæfða hugbúnaði sem setrið hefur upp
á að bjóða. Sem mats- og kennstumiðstöð sinnir aðgengissetur NHÍ fyrst og
fremst þeim stóra hópi nemenda sem greinst hafa með dyslexíu eða eru sjón-
skertir. Sem prófherbergi og vinnuaðstaða nýtist aðgengissetrið öllum stúdentum
sem þurfa á sérhæfðri aðstoð í námi að halda.
Þróunarverkefni, rannsóknir, nefndir og stjórnarstörf
Starfsmenn NHÍ tóku þátt í innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum.
sinntu nefndarstörfum og unnu að ýmsum þróunarverkefnum árið 2000. Þar ber
hæst:
• Þátttaka í samstarfsnefnd Háskóla íslands við framhaldsskóla.
• Leonardoverkefnið Tengsl háskóla og atvinnulífs.
• Leonardoverkefnið Þróun gæðavísa í ráðgjöf fyrir fullorðna.
• Norrænt samstarfsverkefni um aðgengi fatlaðra að háskólum.
• Þátttaka í NOUAS um norrænt samstarf námsráðgjafa á háskólastigi.
• Seta í námsnefnd um nám í námsráðgjöf við fétagsvísindadeild.
• Formennska í Fétagi náms- og starfsráðgjafa.
• Haldið námskeið um gerð starfsumsókna.
• Seta í úthlutunarnefnd Stúdentagarða.
• Seta í kjaranefnd háskólakennara.
Rannsóknir
Rannsóknir á vegum Háskóla íslands hafa byggst upp með tilvísun til þeirrar
skyldu Háskólans að vera bæði kennslu- og vísindastofnun. Það hefur verið mat
Háskólans að stunda beri rannsóknir í þeim greinum sem kenndar eru. m.a. tit
að styrkja fræðilegar undirstöður kennslunnar. Rannsóknir um 400 fastráðinna
kennara við skótann eru kjarni rannsóknastarfsemi hans. þar sem fastráðinn
kennari ver a.m.k. 40% af tíma sínum til rannsókna.
Algengast er að meta árangur í rannsóknum eftir birtum ritverkum og þeim
áhrifum sem niðurstöður rannsókna hafa á verk annarra vísindamanna. Greiðstur
úr Vinnumatssjóði vegna rannsókna og Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora
gefa hins vegar vísbendingu um umfang rannsókna. Stíka vísbendingu má sjá í
töflu 1. Undir féiagsvísindi flokkast rannsóknir í félagsvísinda-. laga- og viðskipta-
og hagfræðideild. Hugvísindi eiga við rannsóknir í heimspeki- og guðfræðideild.
Til heitbrigðisvísinda teljast rannsóknir í tæknisfræði, tannlæknisfræði, lyfjafræði,
hjúkrunarfræði og sjúkraþjátfun. Undir raunvísindi falla rannsóknir í raunvísinda-
og verkfræðideild.