Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2000, Side 162
Yfirvegun lífsins
Ræða 24. júní 2000
Ég óska ykkur, ágætu kandídatar. fjötskyldum ykkar og aðstandendum til ham-
ingju með prófgráðuna. Þetta er mikilvæg stund í lífi ykkar og hún skiptir líka
miklu fyrir Háskóla íslands og okkur öll. Markmið Háskólans er að efla menntun
landsmanna, bæta þekkingu þeirra og skilning og styrkja með því líf og framtíð
þjóðarinnar. Og nú skipið þið flokk þeirra sem bera merki Háskóla Islands fram á
vettvang ístenskrar og atþjóðtegrar menningar. Þið eruð merkisberar háskóla-
menningar en sú menning skiptir sköpum fyrir þróun þess þekkingarþjóðfélags
sem nú er að mótast í heiminum. Háskóli Islands er hreykinn af árangri ykkar.
Hann veit að þið vinnið af heilindum að þeim verkefnum sem ykkur eru falin og
þið sjálf kjósið að sinna. Hann treystir því að þið verðið ávallt réttsýn og eigið
frumkvæðið í lífi ykkar og starfi.
Undur tilverunnar
Háskóli Islands veit tíka að hann hefur ekki mótað ykkur nema að takmörkuðu
leyti og að sérhvert ykkar er einstök mannvera sem stefnir á sinn persónulega
hátt til móts við óræða framtíð. Eins og við öll eruð þið íbúar í dularfultum heimi
þar sem ófyrirsjáanlegir atburðir og ævintýri gerast. Titveran er sannartega und-
arleg; það þarf engum að segja. En undarlegast af ötlu er að við skulum vera tit
og geta komið hér saman. hver einstök manneskja með vonir sínar og væntingar,
meðvituð um þá óvissu sem býr í verötdinni - frá einum degi tit annars. frá fæð-
ingu til dauða. Enginn veit hvað ber við næst. veruleikinn er viðburður og við er-
um vitni að því sem á sér stað og einnig þolendur þess. eins og jarðskjálftahrin-
unnar á Suðurlandi þessa dagana. Oft erum við líka vitorðsmenn. því að með
ákvörðunum okkar og athöfnum eigum við sannarlega þátt í því sem gerist og
kann að gerast. Stundum erum við það óafvitandi. eins og leiksoppar lífsafla. sem
enginn veit hver ræður- afla sem vefa örtög manna og þjóða. En stundum erum
við það líka vitandi vits eins og skapandi, frjálsar verur er ákveða sjálfar hvað þær
gera til að móta lífið og breyta heiminum í samræmi við það sem þær sjálfar telja
mestu skipta.
Fyrir sérhverja lífveru. manneskjur sem skordýr, virðist mestu skipta að lifa af og
að megintilgangur lífsins sé sá að viðhatda lífinu - á hverju sem gengur. Þetta
virðast sjálfsögð sannindi en fyrir okkur mannfólkið er þetta fjarri því að vera ein-
falt mál því að lífið er okkur óþrjótandi umhugsunarefni. Við lifum í rauninni ekki
aðeins náttúrulegu lífi. heldur einnig andlegu lífi. lífi sem fótgið er í þvi að skoða
hug sinn. hugsa um lífið og taka afstöðu til þess, spyrja um tilgang þess og þró-
un. möguleikana sem í því búa og hvernig við sjálf fáum mótað það og metið. Hið
náttúrulega líf er okkur gefið. við erum ekki höfundar þess. Hið andtega eða
mannlega líf okkar sem hugsandi vera er hins vegar ekki gefið með sama hætti.
heldur verðum við sjálf að móta það með hugsunum okkar. ákvörðunum og gerð-
um.
Birtingarmyndir lífsins
Hvernig ber að hugsa tengslin á mitti hins náttúrulega lífs sem lifir í okkur, ef svo
má orði komast. og hins andlega lífs, sem við lifum með því að leggja mat á hlut-
ina og skapa það sem við nefnum einu orði menningu? Hversu skörp eru skitin á
milti hins náttúrulega lífs og hins andlega eða menningarlega lífs? Er hér um að
ræða líf í tvenns konar skilningi? Eða er menningarlífið aðeins ein birtingarmynd
hins náttúrulega lífs?
Spurningar af þessum toga og raunar margar fleiri um lífið og tilveruna bar
nýlega á góma á málþingi í háskólanum um réttlæti og hið góða líf. en frummæt-
endur og hetstu þátttakendur þingsins voru börn á aldrinum sjö til fjórtán ára. Sjö
ára börnin rökræddu meðat annars hvort teyfilegt væri að drepa dýr og komust að
þeirri niðurstöðu að það mætti ekki gera sér til gamans, heldur einungis til að
afla sér matar. Þá vaknaði sú spurning hvort rétt væri að teggja sér mannakjöt til
munns. Áheyrendum til mikillar undrunar - ef ekki skelfingar - voru börnin á
einu máli um að stíkt ætti líka að vera leyfilegt. Forsendan sem þau gáfu sér var
sú að mennirnir væru sjátfir dýr og þess vegna mætti nýta sér þá tit matar. Rétt er
að taka fram að mörg þeirra höfnuðu mannáti af þeirri ástæðu að mannakjöt væri
líklega bragðvont!
Etdri börnin leiddu þessa spurningu hjá sér, en fjölluðu þeim mun meir um það
hvað gæfi lífinu gildi og hvað skipti mestu tit að geta lifað góðu lífi. Hér bar vin-
áttuna hæst og einnig nauðsyn þess að búa í samfélagi þar sem réttlæti og sann-
158