Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 6
2
móðir hans var Sigríður, dóttir sjera Jóns Eyjólfssonar
á Gilsbakka. Sjera Jón var gáfumaður og skáld gott.
Frá honum er komin mikil ætt. Langamma sjera Jóns
var Hróðný Sigurðardóttir, systir sjera Einars í Hey-
dölum. Sjera Einar var höfuðskáld á sinni tíð. Frá
honum eru komnir margir ágætir mcnn. Sigríður, móð-
ir Bjarnar, var kona stórvitur, og vel að sjer um flest1.
Það er líklegt að Björn hafi líkst meir í móðurætt en
föðurætt að andlegri atgervi. Þó var sjera Halldór fað-
ir hans talinn vel að sjer; hann var maður siðprúður
og siðavandur, svo sem Björn sonur hans. Eigi var
trútt um að sá orðrómr legðist á um sjera Halldór, að
hann vissi lengra en nef hans næði.
Vorið 1725 fluttist Björn með foreldrum sínum að
Stað í Steingrímsfirði, því að Halldór prestur hafði feng-
ið það prestakall eptir Jón Árnason, er þá var orðinn
biskup í Skálholti. Sjera Halldór dó 1738. Árið eptir
fór Björn í Skálholtsskóla, og var þá á 15. ári; hafði
hann numið af föður sínum þau fræði, er hann þurfti
til að komast í skóla. Hann var 6 ár í skóla, og var
útskrifaður með bezta vitnisburði af Gísla Magnússyni
skólameistara, er seinna varð prestur á Staðarstað og
síðast biskup á Hólum. Meðan Björn var í skóla dvaldi
hann á sumrin með móður sinni. Hún bjó fyrst á Geir-
mundarstöðum í Selárdal, en síðan á Sauðafelli í Döl-
um. Eptir að hann útskrifaðist var hann enn eitt ár
með móður sinni, en vorið 1746 varð hann skrifari hjá
Ólafl sýslumanni Árnasyni í Haga, og var hjá honum
hálft fjórða ár. Eptir það varð hann aðstoðarprestur
’) Eggert Ólafsson segir uin haua í brjefi til Jóns Ólafssonar
Grunnvíkings, (dags. 14. sept. 1763 í Sauðlauksdal), uru leið og
hann getur um lát hennar: „Hún var eiuhver fróðuBt og minnug-
ust kvenna hjer á laudi".