Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 8
4
ans væri bundin við, og konna það síðan. Bnn þótt
kenningar þessar værn eigi samhljóða í öllu, og yrðu
mjög sundurleitar þá er fram liðu stundir, þá var þó
takmark þeirra allra eitt og hið sama, og mjög höfðu
þær mikil áhrif á allar stjettir manna. Með alþýðunni
vöknuðu vonir um betri kjör, um þægilegra og frjáls-
ara líf. Prestarnir prjedikuðu nú meir en nokkru sinni
áður um tímanlega hagsæld, um það, að öllum væri
skylt að- leita við að bæta lífskjör sjálfra sín og ann-
ara. Margir aðalsmenn og stórhöfðingjar fóru að hugsa
um bændalýðinn, er þeir áttu yflr að ráða, og lögðu
mikinn hug á að bæta úr eymd hans og vesaldómi.
Pó voru þeir aðalsmenn fleiri, er andvígir voru þessari
nýju stefnu, og þaðan mætti hún mestri mótspyrnu.
Konungar og ráðherrar urðu hugfangnir af kenningum
Voltaires, og slíkra inanna. Peir hyltu þá kenningu,
að konungurinn eða landstjórinn ætti að vera faðir þjóð-
arinnar, að hann ætti að bera föðurlega umhyggju fyrir
þegnum sínum, og leiða þá til farsældar og hamingju.
Margir landstjórnarmenn reyndu á ýmsar lundir að
bæta hag alþýðunnar; þeir efldu montun almennings,
og ljcttu ýmsri ánauð og ófrelsi af alþýðunni. Þeir
studdu akuryrkju, iðnað og verzlun, og alskonar at-
vinnu. Við umbætur atvinnuveganna var einkum fylgt
kenningu Quesnays og lærisveina hans (fysiókratanna).
Margir fylgdu og enn verzlunarkenningunni (Merkan-
tilismen)1 í ýmsum greinum.
Þessi nýja umbótastefna barst til Danmerkur á
dögum Friðriks 5., og varð þar mjög rík. Jóh. Hartvig
Bernstorf, Adam G. Moltke og aðrir, er mestu rjeðu með
konungi, leituðu á margar lundir við að efla og bæta
*) Sú kenning átti að mestu leyti uppruna sinn að rekja til
Colberts, bins nafnkunna ráðgjafa Lúðvíks 14.