Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 11
7
voru gerðar hjer hvað eptir annað á ýmsum stöðum, en
lítið kvað að framkvæmdum bændanna útlendu. Nokkr-
ir menn fóru þá að leggja rækilega stund á garðyrkju,
er nálega var óþekt áður. Nokkrar tilraunir voru
gerðar til trjáræktar, og var það eitt með öðru, sem
bændurnir útlendu áttu að reyna. Þá var reynt að
rækta tóbak, höroghamp, og margt fleira. Þá var og
ýmsra ráða í leitað til að efla grasræktina, svo seiú með
lögunum 13. maí 1776 um túngarðahleðslu og tún-
sljettun, og verðlaunum var heitið fyrir framkvæmdir í
túnrækt og engjarækt. Þá urðu nokkrir til að reyna
vatnsveitingar og framræslu, og margt var þá reynt, er
eigi hafði tíðkast áður. Um þessar mundir var sett á
fót kynbótastofnun til að bæta fjárkynið íslenzka. Yoru
þá fengnir hrútar frá Englandi og Spáni til kynbótanna.
En annað og miklu verra hlauzt af þessari kynbótavið-
leitni en til var stofnað, því að með hrútunum útlendu
barst fjárkláðinn til landsins. Þá voru og settar á fót
iðnaðarstofnanir (,,innrjettingarnar“) í Eeykjavík, og varið
til þeirra geysimiklu fje. Reynt var einnig að bæta
fiskiveiðarnar á ýmsan hátt. Konungur gaf landinu tvö
þilskip, og var það fyrsti vísir til fiskiveiða á þilskip-
um hjer við land. Þá var fyrst farið að verka saltfisk,
og nota þorskanet, og stóð þetta alt í sambandi við
„innrjettingarnar“. Ýmislegt mætti enn nefna, er sýnir
umbótaviðleitni manna á þessum tímum, svo sem til-
raunir þær er gerðar voru til saltbrenslu o. fl.
Það mun mörgum sýnast, að flestar þessar umbóta-
tilraunir hafi að litlu orðið, og það fje hafi að miklu
leyti glatazt, er til þeirra var varið. Og þrátt fyrir
alla þessa framfaraviðleitni fór hag landsins síhnignandi.
En þá er tilraunir þessar eru rækilega athugaðar, þá
má eigi við það dyljast, að margt gott leiddi af þeim.