Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 14
10
og skýrir þar frá jarðrækt sinni. Magnús var í Kaup-
mannahöfn um þessar mundir; hafði hann beðið sjera
Björn um þessa skýrslu. Brjefið lá hjá Magnúsi fyrst
um sinn, en 1765 ljet hann prenta það í Kaupmanna-
höfn; þar ineð Ijet hann fylgja stuttan viðbæti, þar sem
hann skýrir frá framkvæmdum sjera Bjarnar frá 1761
til 1764. Bæklingur þessi er 32 bls. í 8 bl. broti, og
er titill hans svo: Korte | Beretninger om nogle For-
sög | til Landvæsenets | og især j Hauge-Dyrkningens|
Forbedring i Island, | Begyndte paa en Præstc-Gaard
Vester paa | Landet, og fortsatte sammesteds i næst-
leden | 9 Aar, i de faae fra Embeds-Forretninger | ledige
Timer: | Giorte paa egen Bekostning, med liden Foriuue
* og | meget Arbejde, men med et fornöyet Sind og | en
overflödig Guds Velsignelse | For underdanigst at efíter-
leve | hans kongel. Majests. Aller naadigste Villie | og|
Landets Faders Höyst-Faderlige Hensigter, j samt tillige|
for at tjene sit Fæderne-Land; | Fremsatte i et Brev,
Aaret 1761, med en kort | Fortsættelse for de 3de efter-
fölgende Aar“. Eptir þenna tíma stundaði sjera Björn
enn garðyrkju og aðra jarðrækt af mesta kappi, og
gerði margar tilraunir, en þekking vor um framkvæmd-
ir hans eptir þenna tíma er meir í molum. Þó má finna
margt um þetta til og frá í ritum hans, og svo í ýms-
uin öðrum ritgerðum og brjefum.
Þess er áður getið að sjera Björn ljet reisa öll hús
að nýju í Sauðlauksdal, en jafnframt því hóf hann ýmis-
konar jarðabætur og jarðyrkju; var margt af því ná-
lega óþekt hjer á landi áður, og alt lítt tíðkað. Það
má sjá, að hann hefir látið vinna nokkuð að túnsljettun
í Sauðlauksdal, þótt það hafi að líkindum eigi verið