Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 18
14
óþekt, þá er sjera Björn Halldórsson kemur til sög-
unnar.
E»á er sjera Björn hafði búið nokkur ár í Sauð-
lauksdal, voru þar komnir þrír matjurtagarðar; uxu þar
margskonar matjurtir, og því fleiri er lengra leið. Par
uxu alskonar káltegundir, svo og hreðkur, spinat, salat,
steinselja, laukar, meiran, díll, garðablóðbjörg, kræss,
salvía, og margt fleira. Sjera Björn segir, að vinnufólk
sitt hafi kunnað því illa fyrst, er það átti að hafa kál
til matar, en hafi látið sjer það vel líka, þá er það fór
að vcnjast því1, enda má sjá, að hann heflr lagt stund
á að nota matjurtirnar sem haglegast með annari fæðu.
1 einum matjurtagarðinum ljet sjera Björn gera
skemtihús (Lysthus). Húsið var ferhyrnt, og allar hliðar
jafnlangar. Að ofan myndaði þakið „pyramída“ fer-
hyrndan, en efst á toppinum var knappur áttstrendur.
Við hliðar hússins var plantaður mustarður; var vöxtur
hans svo mikill, að blöðin tóku upp á þak hússins2.
Sjera Björn hefir án efa haft næma fegurðartilfinningu,
og metið alt það mikils, er vera mátti til fegurðar og
prýðis. Bggert Ólafssyni heflr fundizt mikið um skemti-
húsið. Hann orti um það kvæði („Lysthúskvæði11, er
byrjar svo:
Undir hláum sólar sali
Sauðlauks upp’i í lygnum dali
fólkið haíði af hana gali
hversdags skemtun bænum á,
— fagurt galaði fuglinn sá,
og af fleiri fugla hjali
frygð um sumarstundir;
— listamaðurinn lengi þar við undi.
*) Korte Beretninger etc., bls. 12.—13.
2) Björn Þorgrimsson: Æfi sjera Bjarnar Halldórssonar, Kh.
1799, 8. bls.