Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 21
17
áliðið var orðið, gróðursetti iiann þær eigi í garð, en
setti þær í stórt ílát og huldi þær nioldu. Þetta bar
þann ávöxt, að hann fjekk nokkrar mjög smávaxnar
nýjar kartöplur urn haustið; segir sjera Björn sjálfur,
að þær, sem stærstar haft verið, hafi verið á stærð við pip-
arkorn. Þessar kartöplur geymdi liann svo, og gróður-
setti þær árið eptir. Þá fjekk hann og enn af nýju
kartöplur frá Kaupmannahöfn, og gat nú gróðursett
nægilega snemma. Þetta haust fjekk hann fullvaxnar
kartöplur. Hann hafði gróðursett þær í ýmiskonar jarð-
veg, til að reyna sem rækilegast fyrir sjer. Þær kar-
töplur náðu einkum allmiklum vexti, er hann hafði gróð-
ursett í sandblendna jörð. Það er fyrsta tilraun til að
rækta kartöplur hjer á landi, svo kunnugt sje, er sjera Björn
gerði 1759. Bn árið eptir (1760) segir sjera Björn, að góður
vinur sinn, sem sje prófastur á Suðurlandi, haft fengið
fullþroska kartöplur1. Eptir þetta lagði sjera Björn
mikla stund á kartöplurækt. Hann Ijet gera sjerstak-
an kartöplugarð allstóran, og voru þá fjórir matjurta-
garðar í Sauðlauksdal.
Sjera Björn gerði allmiklar .tilraunir til trjáræktar;
hann gróðursetti ýmsar útlendar trjátegundir, en allar
þær tilraunir mistókust. Sjera Björn segir að það hafl
lengi verið sjer ríkt í huga, að nauðsynlegt væri að
gera hjer rækilegar tilraunir til trjáplöntuuar, til að
komast að raun um hvort landsmenn mundu geta nokk-
uð bætt fyrir oyðingu skóganna. Honum hefir ver-
ið fullljóst hið afarmikla tjón, er landið heftr orðið fyr-
ir af því, að skógarnir iiafa eyðst.
*) Eg licfi þaö fyrir satt, að [leasi prðfastur sjc sjora Guðlaug-
ur Þorgeirsson í Görðum á Álptancsi. Eg gæti leitt til þess ýms
rök ef rfimið leyfði, en skal að eins geta þess, að liann var hinn
mesti garðyrkjumaður.
Búnaðarrit IX.
2