Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 22
18
Eggert Ólafsson, mágur sjera Bjarnar, dvaldi í
Sauðlauksdal 1760—64, og 1767—681. Það má sjá af
brjefum Eggerts, að kann hefir unað mjög vel hag sín-
um í Sauðlauksdal, og haft inikla ánægju af framkvæmd-
um og tilraunum mágs síns, og mikils hefir honum þótt
vert um háttu hans alla og atferli. 1 brjefi til Grunna-
víkur-Jóns (dags. í Sauðlauksdal 7. sept. 1761) segir
Eggert svo:
„Eg hefi hjer miklu betri heilsu en þar ytra, beztu
rólegheit og náðir til að stúdera, stofu nýja, vel bygða,
út af fyrir mig, mcð kakalóni, bóka- og klæðaskáp, og
öðru hagræði............Eg umgengst daglega mína öldr-
uðu foreldra til sameiginlegs yndis, og held dúk og disk
hjá inági mínum og systur. Hann er prestur hjer og
prófastur i sýslunni, jafnaldri minn og forn skóla-
bróðir..........Hvað diæta viðvíkur, hefi eg kost sem
utanlands, og betri, vissan til hvers vikudags, þar þau
*) Þá um vorið bjðst lianu að flytja sig bíiferluin að Hofstöð-
nm á Mýrum, og ætlaði sjðleið auður yfir Breiðafjörð. en týndÍBt á
jieirri leið sem kunnugt cr orðið. Þá cr hann fór frá Sauðlauks-
dal söng sjera Björn bann úr hlaði með þessari visu, er hann hafði
ort til þess:
Far nú, minn vin, sem ásett cr,
auðnu og manndygða braut;
far nú, þð aárt, þin söknuin vjer,
sviptur frá allri þrant.
Far í guðs skjóli, þvi að þér
þann kjósum förunaut.
Farðu blessaður þegar þver
þitt líf í drottins skaut.
Það var mjög títt fyrrum að „syngja úr hlaðiu göfuga monn, bæði
gesti, og þá er fóru úr heimilisvist. Það fylgdi og venjulega með,
að þeim var færður bikar víns á hestbak, er suuginn var úr hlaði,
en hÚBbóndi drakk honuin til. Þetta var knllað nð drekka „hesta-
skál“, og var eins konar „velfaranda minni".