Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 25
‘Jl
cr sagt, að 100 matjurtagarðar hafi verið í Rángarvalla-
sýslu. í Gullbringusýslu eru taldir 170 garðar, enda
er sagt, að garðræktin hafi staðið þar í mestum blóma,
einkum í Reykjavíkursókn; þar cru taldir 86 garðar.
Þessi garðrækt í Reykjavíkursókn er einkum þökkuð
sjera Árna Pórarinssvni, er síðar varð biskup á Hólum1.
Síðan garðyrkjan hófst hjer á landi á 18. öld, hefir
hún eflzt smám saman, og nú má telja hana með al-
mennum atvinnugreinum landsmanna. Mest kveður þó
að kartöpluræktinni, og er hún til mikilla hagsmuna í
mörgum hjeruðum, einkum á Suðurlandi. Það mætti
nefna marga menn, er mikið hafa unnið garöyrkjunni
til efiingar hjer á landi, og gert margar tilraunir til
að komast að raun nm hverjar garðplöntur mættu þríf-
ast hjer og verða landsinönnum til nytsemdar, en eng-
inn þeirra jafnast þó við Björn Halldórsson. Hann er
ágætastur allra garðyrkjumanna, er verið hafa hjer á
landi. Öll garðyrkja mátti heita óreynd, þá er hann
kom til sögunnar, og þó hefir líklega enginn ræktað
fleiri matjurtir en hann, og enginn hefir gert jafnmarg-
ar og rækilegar tilraunir um það, er áður var óreynt í
þessum efnum. Auk þessa hofir hann með ritum sínum
gefið landsmönnum ágæta leiðsögn í garðyrkju, svo sem
inörgu öðru, og vcrður siðar minzt á það.
Björn Halldórsson var búsýslumaður mikill, enda
uxu efni hans brátt, þött lítil væru eða engin með fyrsta.
Hann hafði stórt bú, og varð ráð hans með allmiklum
blóma. Aldrei varð hann þó auðmaður, enda hafði hann
mikinn kostnað um margt. Þau Björn prófastur og
Rannveig kona hans eignuðust eitt barn; það var sveinn
og nefndist Halldór, eptir föður sjera Bjarnar. Hann
andaðist á þriðja ári. Þetta fjekk forcldrum sveinsins
') Forberedelse til Olavii Reise, 12. gr.