Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 29
25
frómlyndi og dugnaði, l>ó einkver ósnoturleiki eða sið-
prýðisbrestur á yrði, en yíirlætis- og sundurgerðamönn-
um þóttu stundum viðkvæmar dæmisögur hans. Heldur
var hann kapplyndur í framhaldi byrjaðra fyrirtekta,
Ijet sig þó ijúflega leiða af ástvinum sínum með skyn-
semd og þýðlyndi, einkanlega ef áform hans stefndi á
nokkuð það er harðræði þótti........Hann var manna
trúastur um leyndarmál, og öllum ráðhollur, jafnvel þó
óvildarmenn ættu hlut í, ef þeir sóttu hann að heilræð-
um, og gerði hann þá annaðhvort, að synja þeim svars,
eða ráða það eitt, er sjálfur mundi hann í þeirra á-
standi gert hafa“.
Þótt sjera Björn væri mikill búsýslumaður og skör-
ungur í allri heimilisstjórn, þá má eigi gleyrna því, að
hann átti þá konu, er þótti nálega öllum konum fremri.
Hún var hverri konu betur að sjer í kvenlegum íþrótt-
um, búsýslukona mikil, og kunni gott lag á allri heim-
ilisstjórn. Hún var og miklu alþýðlegri en maður honn-
ar í umgengni allri við heimafólk sitt og nágranna.
Sjera Björn var löngum fálátur við þá, er honum voru
eigi nákunnugir, og virtu konum það sumir til drambs.
Rannveig mun og meir hafa annazt um framkvænulir
hversdaglegra starfa en sjera Björn, og víst hefir hún
verið miklu handgengnari hjúum sinum og nágrönnnm
en hann. Vcrkstjórn og keimiliskáttu í . Sauðlauksdal
má eflaust að miklu leyti marka af því, er gcrt er ráð
fyrir í „Arnbjörgu“, því að það er haft eptir Birni pró-
fasti sjálfum, að þau hoilræði, er hann gefur húsmæðr-
um í þessu riti, liafi hann að mestu sniðið eptir heimil-
isstjórn konu sinnar, og háttum hennar: í 49. gr. í
„Arnbjörffu“ segir svo:
„Fyrir utan næsttalda verkaskipun eptir ársins tím-
um, heldur hússmóðir góðar hættur og reglulegar í sínu