Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 34
30
var formaður fielagsins, skrifar honum aptur 27. apríl
næsta ár, og hvetur hann til að láta prenta ritið. Tho-
dal stiptamtmaður kom því síðan til leiðar, að Atli var
prentaður í Hrappsey á kostnað konungs 1780. Var
honum svo útbýtt með landsmönnum endurgjaldslaust,
on Björn frófastur fjekk 2 rd. að launum fyrir hverja
örk prentaða. Þrem árum seinna (1783) var Atli prent-
aður í annað sinn í Hrappsey. í þriðja sinn var hann
prentaður með búalögum í Kh. 1834.
Annað búnaðarrit Bjarnar prófasts er Arnbjörg.
Hún er rituð handa hússmæðrum á sama liátt sem Atli
er ritaður handa bændum. Arnbjörg er prentuð í bún-
aðarriti Húss- og bústjórnarfjelags suðuramtsins 1843
(1. b. 2. d.).
Bæði Atli og Arnbjörg lýsa einlægri ættjarðarást,
og heitum áhuga á umbótum og framförum atvinnuveg,-
anna. Skynsemi og dugnaður eiga að vera h'öfuðkostir
Atla, hins unga íslenzka bónda. Það eru öflin, sem
eiga að hefja hann til velmegunar og hamingju. Með
þreki og dugnaði á hann að heyja stríð við ótal þrautir
og erfiðismuni. Skynsemin á að vera ljós á vegum hans.
Þess vegna tekur hann upp margar nýjungar, og stund-
ar atvinnu sína á annan veg en áður hefir tíðkast, „en
til þess þarf bæði skynsemi og kjark“, segir sjera Björn
í formálanum, „að standa af sjer straum þeirra hleypi-
dóma, sem maður er uppalinn við“. Atli á eigi að eins
að hugsa um sjálfan sig, heldur á hann einnig að bera
umhyggju fyrir niðjum sínum. Starfsemi hans og líf á
að vcrða eptirmönnum hans til gagns og nytsemdar.
Hver kynslóð á að grundvalla og efla hainingju seinni
kynslóða. Hugsun þessi birtist hvervetna í Atla og
öðrum búnaðarritum sjera Bjarnar; má t. d. benda á
þessa viðræðu þeirra Atla og bónda: