Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 35
31
Atli: „Mjer sýnist þú unnir mjer engrar þeirrar
hægðar, sem aðrir bændur hafa. Þú eggjar mig á svo
margt og mikið erfiði, sem fáir eða engir þreyta sig á;
myndi mjer oigi betra að fara hægra að öllum högum
mínum og munum, eins og aðrir sveitungar mínir, og
ef mig þá brestur, verður mjer betur til, að einhver
gefi mjer málsverð, þegar eg ræðst ekki í meira en
aðrir menn, en fyrir þessar nýjungar amast allir við
mjer.
Bóndi: Það koin mjer ekki í hug, að þú myndir
ætla þjer að lifa á annara sveita. Þú hefir sagt mjer
að þú hefðir nú tvo um tvítugt, og á þeim aldri fer
mönnum fram en ekki aptur við erfiðið...............Gættu
að því, að fyrst er þjer alt erfiðast, á meðan þú ert
frumbýlingur, síðan verður þjer alt hægra, og áttu þcss
von, þegar þú kemur á hinn efra aldur, en hefir dugað
þjer vel að ungur, að þú njótir þá góðrar og rósamrar
elli, við gnægð og gæfu, því svo blessar guð sveita
þeirra, sem óttast hann og rækja trúlega sína stjett.
Föðurlandinu og eptirkomendunum ertu hjer um skyld-
ugur, því þegar þú komst inn í heiminn, og síðan jafn-
lega, hefir þú haft þess not, sem þeir fyrri menn höfðu
greitt fyrir þjer, og varið þar til sveita sínum og erfiði.
Á meðan þú ert í heiminum, áttu sem mest þú orkar
að greiða fyrir þeim, er eptir þig koma, og landið
byggja; má það og mjög knýja þig fram, að þú veizt
börnum þínum ætlaðan allan ávöxt og gagn þinna handa-
verka“.
Mest þykir sjera Birni vert að bændur leggi ræki-
lega stund á jarðræktina, „því að eigi er það gleðileg
tilhugsun“, segir hann, „að land þetta verði eyðiklettur
í sjónum til að þurka á veiðarfæri sjómanna“. Ekkert
verk er þarfara en jarðræktin, „ekkcrt erfiði launar