Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 43
39
eptir því sem á leið; fylgdi þessu sjóudepra, og jókst
svo óðum, að hann var varla bókskygn um veturnætur.
Svo mikið gorðist að um sjúkleik hans, að hann lagð-
ist í rekkju, og ]iá er lcið að jólum, ætluðu honum fáir
líf. En um jólin snerist sjúkdómurinn til batnaðar, cn
sjónin var þá algerlega týnd. Að öðru loyti varð hann
aptur heill hoilsu. Vorið eptir ljet liann af embætti,
og fjekk þá sjera Björn Þorgrímsson prestakallið. Hann
var áður í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Pau voru syst-
kinabörn sjera Björn Þorgrímsson og Rannveig kona
sjera Bjarnar Halldórssonar. Svo var áskilið, að Björn
Halldórsson hefði hálfar tekjur prestakallsins og þriðjung
staðarins til ábúðar.
Sumarið 1787 brá Björn Halldórsson til utanferðar
til að leita sjer lækninga við sjónleysinu. Hann kom til
Kaupmannahafnar um hanstið, og dvaldi þar næsta vet-
ur; leitaði hann þá margra lækna, en alt kom það fyr-
ir ekki. Næsta sumar kom hann út aptur. Áður en
hann fór frá Kaupmannahöfn veitti konungur honum
60 rd., er hann skyldi hafa árlega mcðan hann liföi.
Þetta fje var honum vcitt i viðurkenningar skyni fyrir
starfsemi hans alla. Helming þessarar launaviðbótar
gaf hann sjora Birni Þorgrímssyni.
Eptir að Björn Halldórsson varð blindur, ljet hann
daglega lcsa fyrir sig; gcrði það optast Ólafur stúdent
Einarsson, sá er kvæntist Þóru fósturdóttur Bjarnar
prófasts. Sú var mest án'ægja sjera Bjarnar í sjónleys-
inu, að tala við lærða menn um ýms lærdómsefni, eða
láta lesa fyrir sig. Ást hans á vísindunum varð því
heitari sem aldurinn færðist meir yfir hann. Um sum-
arið 1794 varð hann snögglega sjúkur. Þessi sjúkdóm-
ur leiddi hann til bana eptir fáa daga. Hann andaðist