Búnaðarrit - 01.01.1895, Side 46
42
gjöf, seni vjer eigum daglega að lifa eptir, er oss næst
og varðar oss mestu.
í þetta sinn ætla eg að minnast á eitt atriði úr
sögu vorri, eða 2 kapitula í þjóðveldislögunum. Pcir
eru í öðru aðalhandritinu af Grágás, því er kent er við
Staðarhól og kallað Staðarhólsbók, en i hinu aðalhand-
ritinu (Konungsbók) eru þeir ekki. Eg varð þess var
bæði 1892 og 1893, að löndum mínum eru kapítular
þessir iítt kunnir, cnda lesa þeir, scm Grágás lesa, opt-
ast Konungsbók, er Vilhjálmur Finscn gaf út 1852, því
hún heflr helzt náð ofurlítilli útbreiðslu heima; en hinar
útgáfurnar af Grágás eru næsta fágætar; er þeirra helzt
að leita hjá einstaka vísindamanni.
Kapítular Jieir, er hjer ræðir um, cru 226 og 227
í röðinni i Staðarhólsbók, á bls. 260—261 í útgáfu V.
Finsens. Á vel við að minnast á þá í Búnaðarritinu,
þvi að þeir sýna hvílíka fyrirhyggju forfcður vorir höfðu
þá í búskaparmálum, en rit þetta vill styðja að því, að
menn geri slíkt hið sama nú á dögum og framvegis.
í hverjum hrepp var innbyrðis vátrygging á mcðal
manna, og var það einkum tvcnt sem trygt var, naut-
peningur og hús.
Reglurnar um skaðabætur fyrir nautpcningstjón
voru þær er nú segir: Ef falisótt kom í nautgripi
manns, svo að fjell fjórðungur nautfjár þess, er hann
hafði, eða mciri hluti, þá áttu hreppsmenn að bæta hon-
um skaða. Skyldi sá, er fyrir skaðanum varð, kveðja
til nábúa sína 5 á hinum næsta hálfum mánuði, er fall-
sótt lætur af, að virða skaða sinn. Hann átti að segja
til skaða síns, og sýna hold og húðir þeirra gripa, er
hann hafði mist, og síðan vinna eið fyrir þeim, að sá
er skaði hans, sem þeir hafa virt eða meiri. Síðan átti
liann að segja til á samkomu hreppsmanna, hve skaði