Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 48
44
því það meðal annars, að menn skoðuðu nautpcninginn
aðalmáttarstoð búskaparins, og að þá væru menn verst
farnir, er hans misti við.
Prjú hús í hvers manns hýbýlum voru vátrygð.
Eitt var stofa, annað elflhús, og hið þriðja búr, það er
konur hafa matreiðu í. Ef maður átti bæði eldhús og
skála, þá skyldi maður kjósa á samkomu hrcppsbúa um
vorið, hvort hann vildi heldur að menn ábyrgðist með
honum eidhús eða skála. Það voru þannig 3 helztu
húsin á hvcrju hcimili, sem voru í ábyrgð, og það þau,
sein mest tiinbur var í, eða voru smiðuð af austrænum
við, eins og segir annarstaðar í G-rágás. Auk þess voru
kirkjur eða bænahús í ábyrgð, svo að á þeim bæjum,
sem kirkja var eða bænahús, voru það 4 hús, cr til
skaðabóta voru talin. Auk þessa var klæðnaður eðá
gripir þeir í ábyrgð, er húsbóndi átti og þurfti hvern
dag að hafa. Matur var og talinn til skaðabóta, ef
inni brann, en aptur á móti voru cigi gersemar nje vör-
ur taldar til skaðabóta. Ef kirkja brann upp, þá voru
með henni talin til skaðaböta kirkjutjöld, sönghús og
skrúð hennar alt, er hvern dag þarf að hafa, sömuleiðis
ein kirkjuklukka, og það sú er bezt var, ef fleiri brunnu
inni on ein. Slíkt hið sama var mælt uin bænahús.
Ef hús eitthvert brann upp fyrir manni, þcirra er
nú voru talin, þá átti hann að heimta til búa sína 5,
og láta virða skaða sinn. Þeir áttu að virða skaða
þann, er að húsum var orðinn og að klæðum og grip-
um, þeim sem áður eru nefndir, og inni höfðu brunnið.
Einungis hálfur skaðinn var bættur, og að þeim hætti,
sem áður var tínt. Hálfan skaðann varð sá að bera,
scm fyrir brunanum varð, en liroppsbændur urðu þannig
alls að greiða 2 af tólfræðu hundraði eða 12/:i °/0 á ári
til skaðabóta eða vátryggingar, ef miklir brunar og skað-