Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 51
47
yfir landinu. En einna sárast er þó aö vita til þess
hve opt það heíir borið við, er einhver sómamaöur hefir
risið upp og smíðað sjer reisulegan bæ, að eptirmenn
hans hafa þá óðara eyðilagt verk hans, i stað þess að
lialda þeim við. Svona gengur það of opt, er einhver
hýsir vel ábúðarjörð sina, að sá sem eptir hann kemur,
þykist enga þörf hafa fyrir húsin, því hann er vanur
að búa í litlum og vondum húsakynnum, og kann því
eigi að meta það, hvc mikils virði það or fyrir lif manns
og heilsu, að búa í góðum húsum. Svo fer þá að leiks-
lokum að húsin eru rifin niður. Þctta kemur nú einlt-
um fyrji' á þeim jörðum, þar sem lítil eða því nær eng-
in hús fylgja jörðinni. Aldrei kemst húsaskipun manna
í lag á mcðan það er landsvenja, að einn rifi það niður,
sem annar byggir upp.
í öðrum mentuðum löndum er það siður, að nægi-
leg hús fyigi hverri jörð, og menn láta eigi þar við
sitja, heldur er víða allur fjcnaður, sauðfje og nautfje,
látinn fylgja með jörðinni. Þegar ábúandaskipti eru,
verður því hinn nýji ábúandi að kaupa fjenaðinn af
þeim, seni burtu flytur, svo að fjcnaðurinn þurfi eigi að
verða fyrir þeim hrakningi, sem flutiúngurinn hefir í
för með sjer. Sumstaðar er þó sá siður hafður, að láta
allmikinn fjenað fylgja jörðinni. Eitthvert hclzta skil-
yrði fyrir því, að húsaskipun bænda kæmist í gott horf,
er að nægileg hús sje látin fylgja hverri jörð. Þá
mundu menn vanda betur hús sin, og sjá að það borgar
sig betur, að leggja meiri kostnað í húsabyggingar og
gera þau í upphafi svo traust, að nokkrar kynslóðir
geti búið að því. Það cr mciri skaði cn aimenningur
ætlar, að hver kynslóð þarf að byggja upp bæ sinn, og
það sumar optar en einu sinni. Það er sá skaði, sem
stendur húsaskipun vorri fyrir þrifum.