Búnaðarrit - 01.01.1895, Qupperneq 54
50
Á þjóðveldisárum íslcnding'a voru allir bændur í
hverjum hrcpp skyldir að ábyrgjast hús og nautfje hvors
annars, ncma þeir einir, sem fiuttu sig búferlum í
hreppinn ólofað, en þeir munu ekki hafa verið margir,
því að þeir áttu þá við engin sældarkjðr að búa. í raun
og veru er það eigi harðara fyrir bændur nú að taka
slíka ábyrgð á hendur sjer hver gagnvart öðrum en það
var þá, en af því það er eigi rjett að sníða persónu-
legt frelsi manna á vorum dögum eptir því, sem það
var í þá daga, skal jeg eigi nota þetta sem sönnun fyr-
ir því, að persónulegu frelsi manna væri eigi misboðið,
þótt mönnum væri gert að skyldu að vátryggja bæi
sína.
Hverjum þykir persónulcgu frelsi manna misboðið,
er skattur er lagður á menn eptir efnahag, til þéss að
greiða þann kostnað, sem þjóðfjelagsskapurinn hefir í
för með sjer? Þetta er í raun rjettri ekkert annað en
skattur, sem yrði lagður á alla bændur i orðsins rýmstu
merkingu (líka á presta, sýslumenn o. s. frv.), en skatt-
ur þessi hefir þann góða eiginleika í för ineð sjer, að
honum er öllum varið til þess að tryggja eign þeirra
manna, er inna hann af hendi, og styðja þá, er elds-
voða ber að höndum. Bptir þcim lögum, er nú eru í
gildi, hvílir sú skylda og skattur á öllum húseigendum
í Reykjavík, að halda í ábyrgð húsum sínum með fullu
verði eptir virðingargerð; hvorki þeim sjálfum nje öðr-
um dettur í hug að leysa þá undan þessari skyldu. Er
nú öðrum vandara um en Reykvíkinguni?
Málefni þessu má telja margt til gildis, og margt
er við það að athuga, en tilgangur minn með ritgerö
þessari er sá, að vekja athygli manna á þessu, og biðja
menn að hugleiða vel og rækilega, livílík framför það
væri fyrir landið, ef hvert einasta hús eða hýbýli væri