Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 57
53
vorar? . . . „Þjer afkomendur vorir! Þjer eigið nú
varla skip í eigu yðar, það er haffært sje, og þó brestur
yður enn meir þor til að voga yður út á hafið, þó seg-
ulstálið og mælingarfræðin, sem vjer þektum eigi, legg-
ist nú á eitt með himintunglunum, og æpi til yðar og
frýi yður hugar, og bjóði yður leiðsögn sina; og neyðin,
sjálf neyðin, sem er háraustuðust allra norna og áfjáð-
ust, hún fær engu til leiðar komið við yður! Þjer látið
útlenda færa yður það alt heim í hlaðið, semyður vanefnar
um, og þar megið þjer selja þeim sjálfdæmi, . . . þarmegið
þjer taka við því, er þeir færa yður, hvort það er gott
eða ilt, nóg cða ónóg, og við slíku verði, er þeir á-
kveða sjálfir11 (Ármann á alþingi 2. árg., bls. 11—12;
Sýnisbók íslenzkra bókmenta á 19. öld, bls. 45 og 55).
Frá þessum tíma eða frá 1830 má svo heita, að
það hafi verið almcnn skoðun á íslandi, að íslendingar
hafi mestmcgnis rekið verzlun sína sjálfir til annara
landa á dögum þjóðveldisins, en vorzlunin hafi horfið
úr höndum þeirra, or landið misti sjálfsforræði sitt.
Þar sem hjer cr sagt að þetta hafi verið almenn skoð-
un síðan Baldvin tók það fram, þá lýtur það einungis
að því, að hann gerði það í snjöllu máli í tímariti, er
var töluvert lesið og hafði allmikla þýðingu, svo að
skoðun þessi gat orðið almenn.
Fimm árum síðar (1835) kvað Jónas Hallgrímsson
í kvæðinu „Island“, í 1. ári Fjölnis:
„og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim“.
Hann söng þessa skoðun inn í hverja sál á landinu.
Þótt Baldvin og Jónas hafi breitt út þessa skoðun,
má þó enginn ætla að þeir sjc frumkvöðlar að henni
eða hafi fyrstir látið hana í ljós. Löngu fyrir daga
Baldvins höfðu ýmsir fróðir menn haft sömu skoðun