Búnaðarrit - 01.01.1895, Blaðsíða 60
56
eða manndómsárunum. Kaupferðir til annara landa fórn
kaupmenn eða eigendurnir venjulcgar sjálflr, en sendu
sjaldan aðra, fulltrúa eða verzlunarþjóna, með vörurnar
í sinn stað. Enn síður gátu j>eir skipað fyrir heima hjá
sjer hvert senda skyldi vörurnar, eins og kaupmenn
geta nú á dögum. Áður en kaupmenn eða farmenn
tóku að eldast, settust þeir að búi sínu; venjulega voru
þeir að eins nokkur ár í förum og fóru að eins nokkr-
ar kaupferðir.
Svona var utanlandsverzlunin í Noregi í lok 9.
aldar. Það var engin kaupmannastjett til þar í landi,
en stórbændurnir eða höfðingjarnir og synir þeirra voru
í förum og ráku verzlun með mönnum sínum, nágrönn-
um og skjólstæðingum. Kaupferðirnar voru þá liættu-
legar og þær gátu þá og þegar snúist upp í víking; að
ininsta kosti urðu menn að vera við því búnir að verja
sig, ef á þurfti að halda. Víkingar sveimuðu um höfin
og sátu fyrir mönnum í víkum og vogum og sundum,
þar sem manna var von, og voru þá orustur tíðar með
mönnum. Víkingaferðir og kaupférðir voru þá opt tölu-
vert svipaðar; að afla sjer fjár og frama var tak-
markið.
Þegar ísland fanst og bygðist voru víkingaferðir
tíðar, og þá stóð vikingaöldin sem hæst.
Þeir höfðingjar og göfgir menn í Noregi, sem voru
vanir siglingum, voru venjulega sjálfstæðustu mennirnir;
þeir áttu liægast með að komast á brott, og þeim var
. óijúfast að lúta Haraldi konungi hárfagra, er hann tók
að brjóta Noreg undir sig. Hve nær sem þoir vildu,
gátu þeir skotið skipi á sæ og látið í haf.
Það voru líka þessir mcnn einkum, sem yfirgáfu
óðul sín fyrir Haraldi og fóru til Islands. Margir land-
námsmenn komu til íslands á eigin skipum, og nokkrir