Búnaðarrit - 01.01.1895, Page 61
57
hinir ríkustu jafnvel á tveimur skipuni. Hve margir
þeirra voru skipseigendur vita menn ekki, en eptir all-
nákvæma rannsókn gizka eg á, að þeir kafi verið um
200 eða jafnvel fleiri. íslendingar höfðu því í upphafi
nægan skipakost til þess að fara yfir sjóinn, er þeir
vildu eða þurftu, til þess að reka verzlun sína sjálfir.
Þeir ráku þá líka allmikla verzlun til annara
landa.
Mjög margir af landnámsmönnum höfðu verið í vík-
ing, áður en þeir fóru til íslands, en sumir þeirra höfðu
verið kaupmenn, svo sem Ketill þrymur og Atli graut-
ur, Þiðrandasynir. Þeir voru „fjemenn miklir, fóru
jafnan til annarra landa með kaupeyri og gcrðust stór-
ríkir“. Skinna-Björn landnámsmaður var Hólmgarðsfari.
Hann var svo kallaður af því hann hafði betri skinna-
vöru en aðrir kaupmenn; er konum leiddust kaupferðir,
fór hann til íslands.
Landnámsmennirnir höfðu oigi dvalið longi á ís-
iandi áður en þeir fengu að kenna á þvi, að þeir þurftu
að fara til Noregs eða annara landa, til þess að sækja
ýmsar nauðsynjar, ekki sízt við til húsagerðar. Ing-
ólfur Arnarson fór til Noregs 3 vetrum eptir að hann
kom til íslands (877). Þess er ckki getið hvert erindi
hans var, en líklegt er að hann hafi farið einkum til
þess að sækja sjer liúsavið, því hann fór utan, er hann
hafði fundið öndvegissúlur sínar og valið sjer bústað.
Um Ingimund Þorsteinsson segir í Yatnsdælu og Land-
námu, að liann færi utan til þess að sækja húsavið, er
hann hafði dvalið nokkur ár á íslandi.
Að vísu var það fleira en kaupskapur, er kom land-
námsmönnum til þess að fara utan til Norogs. Þeir
áttu þar frændur og vini, og sumir þeirra eignir; bönd
þau, er tengdu þá við fornar ættstöðvar, voru margvís-