Búnaðarrit - 01.01.1895, Síða 64
60
ur íslenzkur á þeiin tíma. Menn þessir voru í kauji-
ferðum nokkur ár og áttu kaup við menn. Verzlunin
var í þá daga miklu ógreiðari og eríiðari en nú; kaup-
menn urðu venjulega sjálfir að fylgja vörum sínum, en
fyrir því fengust þoir við kaupskap einkum á yngri
árum sínum. Pegar á bezta skeiði ljetu þeir af kaup-
ferðum, reistu bú og festu ráð sitt. Það hnoss, er menn
keptu eptir, var að verða gildur bóndi eða ríkur höfð-
ingi. Kaupskapur var einungis vegur einn, er gat leitt
incnn til þess að verða það. Auðvitað bar það við að
inenn fóru stundum einstaka kaupferð eptir að þcir höfðu
tekið sjer bólfestu, og það gat jafnvcl viljað til að menn
yndu eigi kyrsetunni, og væru þá aptur nokkur ár í
förum, eins og Ásmundur hærulangur. Hann staðfestist
um hríð í Norcgi, en er kona hans var önduð, rjeðst
hann aptur í siglingar; kom hann þá skipi sínu i Húna-
vatn, og tók síðan við búi á Bjargi eptir föður sinn.
Kaupmenn þeir íslenzkir, er um getur á söguöld-
inni, eru eigi færri en um 60; sýnir það, að íslending-
ar í þá daga hafa rekið töluverða verzlun til annara
landa. Auk þess var það títt að bændur, einkum höfð-
ingjar eða synir þeirra, færu eina kaupferð til annara
landa. Stundum keyptu þcir sjer skip, er þeir þurftu
á því að halda, svo sem Höskuidur Dalakollsson, er
hann fór utan að sækja húsavið, og eins gerði Olafur
pá sonur hans; voru þeir þá stundum tveir í fjelagi.
Einstaka sinnum áttu höfðingjar skip i förum, þótt þeir
væru eigi sjálfir á því. Stundum ljeði skipseigandi vin-
um sínum skip sitt í kaupfcrð; svo gerði Ingimundur
Þorsteinsson við þá Eyvind sörkvi og Þórorm. Að tölu-
verður skipastóll var þá til í landinu sanna afarmörg
dæmi, en þó ekkert citt bctur en það, að 25 skip ljetu